Páskafríið að baki
Resting

Originally uploaded by Tómas Freyr

Dagur 1

Fórum á sunnudeginum 17. apríl af stað til Akureyrar. Vorum hjá Ninna og Dagmar um kvöldmatarleytið og chilluðum aðeins hjá þeim.

Dagur 2

Skíði í Hlíðarfjalli… Kristján Freyr skellti sér í brettaskóla og við Rúna skíðuðum um Hlíðarfjall í fínu veðri og ágætis færi. Fórum svo á Hárið um kvöldið með Ninna. Það var frekar flott.

Dagur 3

Þriðjudagur, Fórum uppá Kaldbak með snjótroðara í geggjuðu veðri. Renndum okkur á snjóþotu niður og það var geðveikt gaman. Kristján fór með ömmu sinni uppí bústað en við Rúna tókum eina nótt í viðbót á Akureyrinni.

Dagur 4

Lögðum frekar snemma af stað frá Akureyri. Fórum í Lundarbrekku og löbbuðum uppá heiðina þar fyrir ofan í leit að Kálfborgarárvatni sem Rúna vissi nákvæmlega hvar var. Römbuðum á tvö vötn en bæði voru of stór fyrir Rúnu smekk því að hún hélt því fram að Kálfborgarárvatn væri bara pínulítið (það er by the way stærsta vatnið þarna á svæðinu). Fengum út úr þessu fínan 4 tíma göngutúr í fallegu umhverfi.

Dagur 5 (skírdagur)

Fórum í fermingu hjá henni Fanný á Húsavík. Þar var étið á sig gat.

Dagur 6 (föstudagurinn langi)

Við Rúna fórum í langa göngu um Aldey og skoðuðum þar allt hátt og lágt í mjög góðu veðri. Ég náði meira að segja að sólbrenna á skallanum. Þetta tók c.a. 4 tíma og var bara ansi hressandi

Dagur 7

Við Rúna fórum með Svenna og Þórhildi inn í Svarfaðardal til að ganga upp að Nykurtjörn. Kristján fór í pössun inná Húsavík á meðan. Þetta var hressandi fjallganga með góðu fólki. Maður var pínu lúinn í fótunum frá gærdeginum en var fljótur að ganga það af sér. Þetta voru rúmir 5 tímar með mikilli hækkun og tilheyrandi kúlurassaæfingum. Svenni og Þórhildur komu svo með okkur í bústaðinn um kvöldið þar sem við grilluðum nokkur kíló af lambakjöti.

Dagur 8 (Páskasunnudagur)

Fórum í aðra 4 tíma göngu um Aldey með Svenna og Þórhildi í hífandi roki en björtu og fallegu veðri. Töluvert um sandfok og maður var frekar rykugur inní eyrunum, nefinu og augunum eftir þetta labb. Kristján Freyr kom sér vel fyrir í Lundarbrekku á meðan. Um kvöldið var okkur Rúnu og Kristjáni boðið í páskalamb hjá Sigrúnu, Jónasi og Didda og átum við á okkur gat þar. Lögðum af stað heim kl. 21:00 um kvöldið og stoppuðum stutt hjá Ninna og Dagmar áður en við brunuðum alla leið. Lentum í smá snjó og hríð á leiðinni á fjórða degi sumars en höfðum það af og vorum mætt á Grundargötuna kl hálf fjögur um nóttina alveg búin á því.

Dagur 9 (annar í páskum)

Var tekinn í ofur chilli hérna heima til að hlaða batteríin.

Ófáir göngu km sem voru lagðir að baki í þessu páskafríi og maður gat úðað í sig grillkjöti og lambasteikum samviskusamlega.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s