Lenti í smá eltingaleik við þennan svarta andskota í dag. Frétti af honum í framsveitinni og brunaði þangað. Greip í tómt. Svo var maður búinn að svipast um eftir honum í allan dag en ekkert gerðist. Svo fékk ég hringingu í kvöld um að hann væri við Kverná… ég þangað með vélina þar sem að Raggi bauð mér á rúntinn um túnin til að mynda kvikindið. Helvíti fínt bara.
Þangað til næst…