Veikindi

Veikur

Nóvemberbyrjun var frekar erfið fyrir mig… Málið var að eftir að við komum heim frá Svíaríki þá var maður með einhvern djöfulsins kvefskít allan október mánuð. Ég spáði nú svosem lítið í það en var samt drullu slappur. Svo var maður farinn að hressast af kvefinu og við förum í bústaðinn í Biskupstungunum og kallinn var alveg stál sleginn. Svo á mánudeginum mætir maður í vinnuna en er svona hálf aumingjalegur. Fer heim aðeins fyrr og þegar þangað var komið þá byrjar manni bara að vera ískalt, skelf eins og hrísla og sé mér þann kost vænstan að skríða ofan í heitt baðkarið. Þegar það var búið þá fór maður bara undir teppi og fyrir framan sjónvarpið. Mældi mig og viti menn, kominn með 39,4 stiga hita. GREAT.

Ligg í einhverju hitamóki í 2 daga eða þangað til á afmælisdaginn minn, miðvikudaginn 2 nóv. Þá er farið að surga ansi furðulega þegar ég anda og ég þori ekki annað en að fara til læknis. Saltkjöt og baunir túkall, greindur með lungnabólgu í vinstra lunga. Settur á lyf og rekinn heim. Svo á föstudeginum er ég ennþá þræl slæmur og finnst lyfin ekkert vera að virka. Fer aftur til læknis. Júbb, lungnabólgan búin að aukast og ég var sendur upp á Akranes í myndatöku. Þar var það staðfest að stór hluti af vinstra lunganu var sýkt og hluti af hægra lunganu. Súrefnismettunin stóð í 86% sem er frekar slæmt fyrir þá sem ekki vita. Ég fékk sýklalyf í æð og fékk að væla mig heim samdægurs með nýjan lyfjaskammt. Helgin leið í móki en þessi lyf voru samt að virka. Var á 2 gerðum af sýklalyfjum nota bene. Var orðinn nokkuð brattur á þriðjudeginum eftir og farinn að metta 99% eins og eðlilegt getur talist. Sýkingin á undanhaldi og allt í gúddí. Nú 15 dögum síðar er ég enn á sýklalyfjum og enn með smá hósta en samt miklu brattari. Farinn að vinna og reyni að láta hið daglega líf ganga sinn vanagang. Reyndar má ég ekki fara í bjöllur eða fótbolta fyrr en eftir c.a. 4 vikur. Sem er frekar skítt.

Ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei á ævinni verið svona rosalega mikið veikur. Þetta er alveg splunkunýtt í reynslubankann.

Þangað til næst….

2 thoughts on “Veikindi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s