Afmælisstand

Það er mikið um að vera í afmælisbissnessnum þessa dagana… Í gær átti Rúna afmæli og var af því tilefni haldið á Hótel Hellissand þar sem var hrikalega góð 5 rétta óvissuferð. Bjartmar Guðlaugs trúbbaði svo af mikilli snilld.

runa

Í dag er svo liðin 7 ár frá því að Kristján Freyr kom í heiminn. Jeminn hvað þetta líður hratt. Kappinn helsáttur með splunkunýja Messi skó og snjóbrettatölvuleik.

Afmæli

Í tilefni dagsins verður fótboltaleikur á Grundarfjarðarvelli… djóóók, það verður víst heljarinnar veisla hér heima eftir leikinn í dag.

Það verður því nóg um að vera hér á þessum bæ.

Þangað til næst….

Leave a comment