Kæru vinir og ættingjar nær og fjær. Síðastliðið ár hefur verið ansi viðburðarríkt fyrir fjölskylduna á Grundargötu 68. Það sem er okkur efst í huga er klárlega þakklæti. Við erum afar þakklát fyrir alla þá velvild og hlýju sem þið hafið sýnt okkur á árinu.
Þakklæti til allra sem hafa boðið nýja fjölskyldumeðliminn velkominn í samfélagið. Það er gríðarlega mikill munur á að eignast barn hér í Grundarfirði eins og að eignast barn í Reykjavík. Þegar að við bjuggum í höfuðborginni mátti rétt eiga von á nánustu ættingjum og vinum inn um dyrnar en þegar að hún Ellen Alexandra kom heim þá var annað uppá teningnum. Okkur þótti óskaplega vænt um að fá allar þessar heimsóknir í sumar.
Allir fjölskyldumeðlimir hafa verið heilsuhraustir á árinu sem er að líða. Kristján Freyr er ofboðslega góður stóri bróðir og hefur staðið sig með mikilli prýði á skólanum. Við erum ofboðslega stolt af honum.
Við minnumst þeirra sem hafa fallið frá á árinu með söknuði.
Með þessum orðum sendum við ykkur öllum þakklætis- og jólakveðjur.
Megi árið 2014 verða okkur og ykkur gæfuríkt ár.
Kær kveðja
Tommi, Rúna, Kristján Freyr og Ellen Alexandra
Elskykkur. Kossar og knús.