Rugl dagsins er: Nýr Íslandsvinur.

Rugl dagsins er: Nýr Íslandsvinur. Já söngvari hinnar heimsfrægu bresku hljómsveitar The Bonkeys er staddur hér á landi þessa dagana vegna Star Trek ráðstefnunnar sem haldin er í Fáksheimilinu. George Gaymarnen sagði í viðtali við fjölmiðla að hann hrifist af landi og þjóð og þá sér í lagi var það íslenska sauðkindin sem hefur hrifið hann mest. 🙂

Tomminn stendur í ströngu þessa dagana við innheimtu á fótboltagjöldum. Enn eiga nokkrir heiðursmenn eftir að borga og vill Tomminn nú ýta á þá að fara að leggja inn.

Tomminn mætti í bolta á sunnudagskvöldið og hafði bara gaman af. Lið Tommans sem samanstóð af Tommanum sjálfum, Dabba frænda, Dodda og G-strengnum bar sigur úr bítum. Ekki var það nú Tommanum að þakka að svo fór en aumingja gamli maðurinn var alveg búinn eftir c.a. þrjár mínútur og fór bara í markið hrmpf. Enginn var Gæi Hadda á svæðinu þar sem að karlanginn er eitthvað slasaður og því var óvenju rólegt þann daginn. Gamli skoraði reyndar tvö eða þrjú mörk þegar hann nennti fram en það var nú ekki oft. Fyrsti tíminn var mjög erfiður og þetta hlýtur að skána.

Svo er það landsleikurinn á laugardaginn og Dabbi, ef þú hefur áhuga á að mæta á hann þá skaltu borga fokking miðann hehehe. Já Tomminn á von á peningum úr öllum áttum en þar sem að lögfræðingarnir frá Intrum Justica eru farnir að anda þungt niður hálsmálið á Tommanum nær gamli ekki að njóta þeirra lengi. Svo þarf vesalings Tomminn líka að kaupa nýja blöðru fyrir fótboltann þar sem að Sössinn virðist hafa misnotað Mitre boltann svo illilega með anal lube og of þröngum innsetningum að hann er alveg ónothæfur og leggur Tomminn nú til að fundinn verði nýr ábyrgðarmaður fyrir nýja boltanum.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s