Rugl dagsins er: Gríðarleg spenna.

Rugl dagsins er: Gríðarleg spenna. Í dag áttust við stórmeistararnir Bolli Sigurðsson og Hr Kaplan í einvígi aldarinnar eins og fjölmiðlarnir voru farnir að kalla það. Hr Kaplan byrjaði betur og náði hælkrók á Bolla sem síðan náði góðum snúning og felldi Hr Kaplan. Þannig að þessi skyrglíma sem stóð yfir í 8 sekúndur og vakti heimsathygli er nú búin með sigri Bolla Sigurðssonar sem hlaut MS beltið að launum. 🙂

Var að koma af landsleik Íslands og Þýskalands og þvílík andskotans sniiiiiiilld. Það var alveg mögnuð stemming á Laugardalsvellinum og Íslendingar voru bara ekkert síðri en Þýskararnir. Leikurinn fór 0-0 og það eru í sjálfu sér fínustu úrslit en samt er maður drullu svekktur að hafa ekki unnið því að við fengum sko alveg færin til þess. Eiður Smári slapp einn í gegn en Kahn varði og svo björguðu Þjóðverjarnir tvisvar af línu og Jói Kalli klúðraði DAUÐA færi. ANDSKOTANS, en Íslendingar eru samt ennþá efstir í riðlinum okkar og eigum einn fokking leik eftir. Einum leik frá stóra draumnum og fari svo ólíklega að Ísland komist einhverntímann á stórmót þá andskotinn hafi það mætir Tomminn á svæðið, hvort sem það verður í Portúgal 2004, þýskaland 2006 eða hvar sem er.

Svo horfði Tomminn á leik Makedóníu og Englands og voru Englendingarnir ekkert svo sannfærandi. Lentu undir og voru 1-0 undir í hálfleik. Í seinni hálfleik kom Emil Hesti inn á og lagði upp mark fyrir Vein Rúní, það var svo maður leiksins að mínu mati David Beckham sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Helvítis djöfull, Tomminn var að tippa á lengjunni og var með tvo seðla í gangi. Fyrri seðillinn hafði stuðul upp á 29 komma eitthvað og þar var einn fokking leikur vitlaus, Tomminn hafði lagt 2000 kr undir og hefði þá grætt um 60.000 kr ef helvítis England hefði gert jafntefli. Seinni seðillin var nokkuð minni stuðull og Tomminn lagði 1000 kr undir þar og þar hafði Tomminn tippað á Þýska stálið en hefði nú betur sleppt því, það var eini fokking leikurinn sem var vitlaus og Tomminn grætur horfna seðla.

Þangað til næst…..

Leave a comment