Rugl dagsins er: Skaflaskelfirinn er

Rugl dagsins er: Skaflaskelfirinn er mættur

OOOOOJJJJ, Tomminn þurfti að skafa af drossíunni í morgun sér til lítillar kátínu. Andskotinn hafi það, Tomminn hugsaði með hryllingi til félaganna uppí Breiðholti sem eflaust þurftu að grafa sig út úr sköflunum, Hörður, Dabbi og Gilbert, aumingja þið.
Tomminn er alveg örþreyttur þessa stundina sökum mikillar andvöku nætur. Jamm, Tomminn lá bara andvaka í alla nótt, reyndi að lesa To Kill A Mockingbird en náði bara 2 köflum og fór svo bara að telja tær og bólginn fót. Náði samt að rífa mig á fætur fyrir allar aldir þökk sé honum Gaua mínum sem dúnkaði hressilega á hurðina í morgun. Mætti í stærðfræði og gat meira að segja virkjað heilann í að reikna nokkur marggildisdæmi. Fór svo heim til Rúnu gellu til að leggja mig en hún neiddi mig til að skutla sér í skólann þannig að svefn var ekki á dagskránni á þeim bænum. Horfði bara á Ice Age og borðaði Júmbó langloku og drakk einn bauk af Coke. Fór svo í Íslensku þar sem að kagglinn rétt svo gat haldið sér vakandi á meðan snillingurinn hann Guðlaugur romsaði út úr sér heilum helling af fróðleik um nýrómantísku stefnuna á Íslandi á átjándu og nítjándu öld. GEISP. Svo fór Tomminn niður á ESSO við Geirsgötu til að láta athuga olíulekann á bílnum og redduðu höfðingjarnir á þeim bænum því með mikilli lagni, ég meina það krefst lagni að skrúfa tappann fast í pönnuna aight.
Svo var það bara Borgarbókasafnið til að ná í bókina um séra Jón Steingrímsson því Tomminn hefur ákveðið að skrifa ritgerð um Skaftáreldana og hananú.

Hér eru svo myndir af Rúnu gellu og litla sæta frænda mínum honum Viktori Helga Benediktssyni.

Þangað til næst…….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s