Lag dagsins er: Jibbí jei,

Lag dagsins er: Jibbí jei, jibbí jibbí jibbí jei með Rokklingunum

Var að koma af djamminu, var að sjálfsögðu edrú og á bílnum en minnstu munaði að ég hefði keyrt á tvisvar sinnum í kvöld sökum hálku hrmpf. Annars var þetta bara fínt. Fór fyrst heim til Dabba Hlíðkvist í partý sem var reyndar líka heima hjá Rebekku og Dodda en Hlíðkvist leigir víst með þeim. Heima hjá þeim var eitthvað lið, Maggi Jobba, Rúna Jobba, Ellen Gellen, Heisi, Tryggvi og að sjálfsögðu Dabbi, svo var eitthvað af vafasömu liði þarna, til að mynda nokkrar glærar gellur í g-strengs brók.

Dabbi fór á undan okkur út og stuttu eftir að hann var farinn þá kom náunginn úr íbúðinni á móti frekar fúll sko, hann var þá búinn að hringja á lögregluna út af hávaða en þetta var um það leiti sem að við vorum að tæma íbúðina af lýð. Þá kom í ljós að þessi annars ágæti náungi átti dóttur sem heitir Harpa Þórunn og var í MA með Rúnu og Ellen og allt féll í ljúfa löð að lokum þegar við sögðum honum að við værum landsbyggðar pakk og skildum vel þessa gremju í honum.

Eftir þetta spjall fórum við á Sólon og svo Felix. Þar var tjúttað og dansað eitthvað frameftir og svo var haldið heim á leið. Semsagt allt í gúddí. Ég rakst á Sigga, Járna g-streng og frænda á Sólon, þeir voru allir hressir að vanda og báru mér þá sögu að Bumburnar tvær Halli og Sössi hefðu ekki komist í bæinn sökum drykkju, gott hjá þeim hehehe.

p.s. Þú sem keyrðir á bílinn minn fyrir jól, ef þú lest þetta þá máttu rotna í helvíti þarna helvítis auminginn þinn. Það er ljóti aumingjaskapurinn að keyra á kyrrstæðan bíl og stinga svo af. Ég vona að þú fáir gyllinæð og drullu og harðlífi ofan á það. FOKK JÚ

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s