Lag dagsins er: I Hate

Lag dagsins er: I Hate Everything About You með Three Days Grace

Svo virðist sem Tommi og Bigfoot séu lentir aftur í vandræðum sökum hlandfýlu af kamrinum, það versta er að helvítis skítdollan er beint á móti herberginu mínu og lyktin ætlar allt að trylla. Ilmsteinninn sem ég fjárfesti í um daginn er uppurinn og nú eru góð ráð dýr. Ætli það endi ekki með því að við þurfum að þrífa helvítis skíthúsið andskotinn hafi það.

Annars var ég duglegur í gær og í dag, í gær tók ég mig til og vaskaði upp 2 vikna uppsafnaðann stafla. Svo í kvöld tók ég mig til og eldaði fyrir Bigfoot dýrindis steik. Ég keypti appelsínusteik úti í búð, tilbúið kartöflugratín og sullaði svo saman sveppasósu og bragðaðist þetta þvílíkt vel alveg hreint, ég er í þessum töluðum örðum alveg pakksaddur fyrir framan Trinitron skjáinn minn, piff.


Eitthvað er karlmennið á þessari mynd að væla vegna þess að ég bað hann ekki um að vera með í fótboltamótinu um daginn. Gæi minn, það þýðir ekkert að fara út á sjó og ætlast til þess að maður reikni með þér í bolta út um hvippinn og hvappinn hmm ha? ha?

Skólinn fer vel af stað hjá mér og leggst þetta bara helvíti vel í mig. Er ennþá með 100% mætingu og ætla ég að reyna að halda því þannig eitthvað frameftir vetri. Ég lét leðurlessuna sigla sinn sjó og skráði mig í Spænsku í staðinn fyrir þýsku. Þar er kennarinn ýfið mikið öðruvísi en vinkona mín hún leðurlessa, hún heitir Carmen og er frá Bólivíu og leggst þetta vel í mig eins og áður sagði. Snillingurinn Guðlaugur kennir mér Félagsfræði og nú er ég með nýjann kennara í Stærðfræði og Íslensku, Helga og Kolbrún, þær virka svona fínt, allavena svona fyrstu dagana.
Svo er ég í dönsku 212 líka og djísús kræst marr, ég hef ekki verið í dönsku síðan ég var á Skaganum í skóla fyrir 10 árum eða eitthvað. Fyrsti tíminn byrjaði nú ekki gæfulega þar sem að það var einhver gestakennari frá Baunalandi að röfla þetta helvítis hrognamál allan tímann og aumingja Tommi sat bara og klóraði sér í hausnum og skildi ekki bofs. Helvítis danska.

El Ninnio er að koma á morgun til að fjárfesta í rúmfleti til að hvíla lúin bein. Ætli maður kíkji ekki með honum að velja einhverja ameríska dýnu með einangruðu gormakerfi og 2000 gorma á fermeter og bla bla bla zzz zzz zzz…..

Jæja, best að fara að kíkja í háttinn svei mér þá.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s