Vesen dagsins er: Heimska tölvan

Vesen dagsins er: Heimska tölvan hans Tomma

Júbb, líklegt þykir að á morgun verði tölvuhræið mitt tekið í analinn og system diskurinn strauaður. Þegar Tomminn hefur sett upp stýrikerfið aftur og ennþá verður vesen verður arkað með ruslið niður í BT og öskrað sig hásann. Líklegast verður manni þá sagt upp en hvað gerir maður ekki fyrir málstaðinn. Eins og áður sagði að strauið sé ekki nóg til að laga þennan mjög svo pirrandi bögg að tölvan slökkvi bara á sér þegar henni sýnist þá er greinilega um eitthvað hardware problem að ræða og Tomminn grunar GeForce skjákortið en það kemur í ljós á morgun þegar Onkel Benz mætir eiturhress á svæðið með tölvusjúkrageisladiskamöppuna sína. Maður er búinn að vera sveittur hérna að taka backup af því sem manni er kærast af c-disknum og hefur maður nú flutt yfir 80 Gb af klámi, mp3 fælum, bíómyndum og þáttum yfir á nýu diskana mína. Eins gott að maður fjárfesti í þessum 160Gb disk um daginn, kemur sér svei mér vel núna.

Mæli með að fólk kíki á commentin hans Gæa Hadda hérna undir FM-hnakka greininni minni þar sem er greinilegt að nýtt fjallaskáld er fætt hérna á klakanum. Heyrst hefur að Gaddinn ætli að gefa út ljóðabók fyrir næstu jól þar sem hann mun árita fyrir utan Hagkaup í Kringlunni þann 22 desember næstkomandi með organdi litlu sætu snúlluna sína á öðrum handleggnum og ljóðabókina í hinni.

Jæja, veit ekki hvenær ég get bloggað næst en vonandi fljótlega.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s