Jójójójójóóóóó


Smellið á myndirnar

Svöðuár eru frekar pirrandi sár, ekki það að ég vilji eitthvað vera að væla yfir þessu því að alvöru karlmenni harka þetta bara af sér, að sjálfsögðu og að sjálfsögðu er ég engin undantekning þar á. Ég lenti semsagt í smá tæklingu í gær og fékk þetta litla svöðusár að launum. Að sjálfsögðu harkaði ég þetta af mér enda er þetta ekkert til að væla út af. Ég hélt áfram að spila minn leik sem við enduðum á að vinna 3-2. Svo þegar heim er komið þá versnar í því. Eins og vera vill þá fara flestir í sturtu eftir svona kappleiki og er ég engin undantekning þar á. Þá kemur inní hið leiðinlega svöðusár. Þegar heitt vatnið byrjar að seytla yfir svöðusárið þá myndast hinn gríðarmikli stingur sem getur látið hvaða karlmann sem er fá tár í augun. Helvítis svöðusár. Sem betur fer var maður nú einn inni á baðherberginu og gat þar af leiðandi kveinkað mér eins og ég vildi án þess að nokkur gæti gert athugasemd við það. Og gerði ég það hrmpf. Hörkutólið ég.
Svo vessar úr þessu helvíti alla nóttina og gerir bletti í rúmföt og lök þannig að hver sá sem á þar leið um gæti haldið að eitthvað ósiðsamlegt ætti sér stað alla daga í rúmfötunum mínum. Andskotinn.
Ég vil láta framleiða bláan strumpaplástur í hæfilegri stærð fyrir mig og mín svöðusár takk.

Svo er lítil samkeppni í gangi þessa dagana. Þeir bloggarar sem gera sem minnst og er samkeppnin gríðarlega hörð þessa dagana. Þeir sem eru í hvað mestri baráttu um fyrsta sætið eru:

Doddi pimp
BigGoj
Jói Svans
Negrinemi
Pallaleigan
Grundargata 6
Ingveldur
og síðast en ekki síst hún Fanney Dóra

Samkeppnin er gríðarlega hörð og mikil barátta. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hver ber sigur úr býtum.

Þangað til næst……

5 thoughts on “Jójójójójóóóóó

  1. Æji greyjið gamli kallinn minn… þú átt alla mína samúð… en ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég er frekar sátt við að vera ekki að deila rúmi með þér yakkk!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s