EITT ÁR

Í stað hins hefðbundna slúðurs þá hef ég ákveðið að hafa föstudaginn í dag á öðrum nótum. Þannig er nefninlega mál með vexti að kallinn (ég) er búinn að haldast edrú í eitt ár. Ekki hefði mér dottið í hug fyrir ári að ég gæti það en ég fór aldeilis fram úr sjálfum mér í þessum málum. Árið hefur verið helvíti fínt. Mikill sparnaður að hætta að drekka og þvílíkt næs að vera aldrei þunnur. Það er alveg á stefnunni að halda þessu edrú líferni bara áfram því annað væri náttúrulega bara algjör vitleysa.
Það hefur oftar en einusinni komið fyrir að manni hafi langað í öl en alltaf hefur maður nú staðist freistinguna sem betur fer. Vil ég þakka Soffa fyrir stórann part af þessu líferni því mér hefur alltaf liðið betur að hanga með honum þar sem hann hefur sýnt mér það að það er alveg hægt að skemmta sér án áfengis. Soffi minn, þú ert maðurinn. Best að orða væntumþykju mína á Soffa svona því ekki vil ég láta neinn kalla mig sissy pants.
Einnig hefur hún Rúna mín reynst mér vel og heldur mér niður á jörðinni þegar ég fæ einhverjar dettíða hugmyndir. Takk ezkurnar og ég er staðráðinn í að halda áfram á sömu braut.

Edrú líferni mitt í hnotskurn.

Þangað til næst…..

13 thoughts on “EITT ÁR

 1. ohhhhh rúsínurófa, þetta er nú bara sætasta bloggfærsla sem ég hef séð langalengi 🙂 gratulerer töffari…

  þið eruð falleg

 2. Takk ástin… Mér sýnist samt lofsyrðin öll vera um Soffa… spurning hvort ég dragi mig ekki í hlé og leyfi ást ykkar að blómstra.

 3. Vá Tommi! Ég fæ bara tár… þú ert ótrúlega seigur! Og ég er nú ekki besta vinkonan ha! Biðjandi þig um að fá þér bjór fyrir mig! Össs… sorrý beib – just didn´t know! 🙂 En þú ert frábært furðurverk!!!

 4. buhuhu… (fidlutonlist i bakgrunni) rolegur a vaemninni!
  Nei kallinn tetta er flott hja ter og eg aetla tvi ekki ad vera med neitt yfirdrull. Er meira ad segja tessa stundina ad paela i ad feta i tin fotspor, ekki gaman ad geta varla skrifad vegna skjalfta og hver er tilgangurinn? eg meina tad er hvort ed er enginn til ad drepast med mer fyrir midnaetti lengur 😉

 5. Til hamingju með þetta góði minn. Þú sannar enn og aftur að þú ert alveg hreint til fyrirmyndar. Og þakka þér kærlega kveðjuna á síðunni minni.

  KK
  L.Kex

 6. Til hamingju með edrú árangurinn Tommi!!! Þetta er glæsilegt hjá þér!

  En burtséð frá þinni edrúmennsku þá fórstu illa með mig núna. Ég er búinn að vera hlakka til að komast heim af sjónum til að lesa föstudagsslúðrið þitt og hvað…??? Bara sá væmnasti pistill sem ég hef lesið lengi og svo myndirnar sem fylgja??? Maður fer nú að efast eitthvað um kynferði þitt og af commentunum að dæma sýnist mér Rúna gera það líka.

  p.s. vonandi er það röng ályktun.

  Lognið

 7. Vá Tommi þú ert snillingur!! Mikið er ég ánægð með þig, fleiri ættu að taka þig til fyrirmyndar. Haltu áfram á þessari braut 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s