Geisp

Mánudagsþreytan liggur eins og skuggi yfir vötnunum hérna hjá EJS. Tomminn situr þreyttur fyrir framan skjáinn og geispar þreytulega. Enda erfið helgi að baki.

Víkingur Ól gerði sér lítið fyrir og þrumaði sér bara upp í fyrstu deildina eins og að drekka vatn í gær, og talandi um vatn að þá rigndi eins og hellt væri úr fötu á meðan á leiknum stóð en áhorfendur létu sér fátt um finnast og hörkuðu þetta af sér. Enda var Rósa Smára með stærstu regnhlíf í heimi sem að ég, Kári og Heisi nýttum okkur til fullnustu. Takk Rósa mín hehehe. En Víkingur vann Leikni 2-0 þar sem að Hemmi Geir skoraði síðara mark Víkinga og 1 deildin staðreynd þar á bæ. Gott hjá þeim.

Það gekk ekki eins vel hjá Tommanum eins og lesa má um hér að neðan og ætla ég ekki að fara nánar út í þá sálma nema að aumingja Tomminn er að drepast í hnénu eins og er og rétt svo limpast áfram. Þetta hlýtur að lagast fyrir næsta fótbolta tíma.

Eitthvað er Fanney Dóra að tala um mæðraskoðanir og svoleiðis gút sjitt á blogginu sínu og er með þessu kannski bara að segja okkur fréttir ha? hmmm, ég krefst útskýringa sem fyrst.

Íslenska landsliðið….. Tjah best að segja sem minnst en ég er ósáttur við að borga 3500 kr fyrir svona KRRRRAAAAAPPPPPP. Eini sem stóð undir væntingum var Brynjar Björn, enda væntir maður þess að hann fái amk eitt gult spjald í hverjum leik og þarna fékk hann tvö hehehe.

Fór svo á djammið með Soffa mínum á laugardagskvöldið. Byrjaði reyndar í innflutningsteiti hjá Jóni Árna en svo var haldið á fund Soffans og byrjuðum við á Kaffibrennslunni þar sem að þreyttur Tomminn þambaði þrjá bolla af fjósakaffi og var svo tilbúinn í slaginn. Fyrst var það Gaukur á stöng, eitthvað Tekknó sjitt sem við vorum ekki að digga.
Svo var það Glaumbar, seim sjitt diffrent dei.
Næst kom svo Felix því okkur langaði svo að hitta hann Heisa litla. Hitti þar einnig Dabba edrúistawannabe sem er ekki edrúista wannabe fullan á kantinum. Þar mátti einni sjá Raggsterinn sem vinnur með mér hérna í EJS, Þóra Lind kom og sló mig í hnakkann og svo glitti þarna í Hilla BT jaxl á gólfinu.
Næst lá leið okkar á de Búmmkikker en okkur leist ekkert á blikuna þar þannig að við ákváðum að skella okkur á Viktor í staðinn, piff… skítapleis.
Svo kom að því að okkur langaði að kíkja á Jón Forseta, mesta gei bar íslands. Og viti menn, hann stóð alveg undir nafni. Fínt að kíkja þangað fyrir forvitnissakir og þeim til hróss þá fékk maður kóka kóla úr 2 lítra flösku en ekki úr krana eins og annarsstaðar. Gott hjá þeim hehehe.
Svo enduðum við Soffi þennan djammrúnt okkar á Palace því við fréttum af Sössa slummandi einhverja drottningu þarna. Þetta varð ég bara að sjá en þegar ég kom á Palace þá var Sössinn bara á bak og burt því miður.
Svo kíkti ég á Holtið þar sem hún Rúna mín var að vinna. Svo var það bara bælið.

Ég er búinn að setja inn fullt af myndum en þetta eru nú svona mestmegnis fótboltamyndir þannig að… whatever.

þangað til næst……

5 thoughts on “Geisp

  1. Já verið þér bara að góðu 😉 Leiknis menn voru nú ekki mjög sáttir við regnhlífina en við vorum þó (nokkuð) þurr á meðan… en snilldin ein að víkingar skildu vinna!!!!

  2. Ehe :/ Auðvitað marr. Það er nú ekki á hverjum degi sem að maður rekst á gamla Lauggerðinga hmmm… Sorry Stína mín, og Oddurinn líka 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s