Af hverju eru mánudagar bara ekki á þriðjudögum???
Annars byrjaði Sporthúsboltinn í gærkvöldi fyrir einhverja alvöru og þar mættu 9 manns í góðum gír. Gæi nokkur Hadda mætti ásamt Tryggva bróður sínum og fór Gæi mikinn. Tryggva karlanganum var eitthvað illt í bibbanum og gat ekki spilað þannig að 8 voru eftir. Ég og títtræddur Gæi vorum saman í liði og svoleiðis skíttöpuðum með stæl. Tuð var í algjöru lágmarki þannig að þetta lofar bara góðu.
Annars er bara allt gott. Fórum á völlinn að sjá KA tapa í gær frítt og alles. Það var ágætt.
Þangað til næst…..