Tommi snillingur

Það má geta þess að ég er óhræddur við að segja aulasögur af sjálfum mér sem ég get alveg hlegið að sjálfur. Yfirleitt læt ég allt flakka þó að það komi ekkert vel út fyrir mig, það var nefninlega eitt mjög svo aulalegt atvik sem henti mig í gærkvöldi.

Þannig var að ég og Viggi vorum búnir að vera að hjóla allt kvöldið og svo þegar ég kem heim þá vind ég mér úr hjólagallanum og í forláta Inter stuttbuxur sem ég fann inní skáp. Leggst uppí sófa með lappann hennar Rúnu og horfi á leik Charlton vs Southampton og spila CM með öðru auganu. Restin af kvöldinu leið svona og kallinn var sáttur. Svo var kominn tími fyrir Tommann að halla sér og kallinn gerist svo gáfaður að stinga tiltölulega nýja Nokia 6100 símanum mínum ofan í buxnastrenginn á stuttbuxunum og vind mér svo bara inn á klósett til að gera mínar hefðbundnu kvöldþarfir. Bursta tennurnar og tek úr mér linsurnar. Fer svo fyrir framan klósettið svona eins og gengur og gerist þegar menn þurfa að míga, lyfti setunni upp og ríf svo slátrið út úr buxunum og geri mig klárann fyrir “bununa”. Þá heyri ég bara eitthvað dularfullt skvamp sem heyrist nú ekki vanalega nema þegar ég sný hinum endanum að kamrinum. Ég lít niður og sé þar glitta í…. jú jú nýja Nokia 6100 símann minn ofan í helvítis klósettinum. Það skipti bara engum togum um nema að Tomminn þrumar hendinni á sér ofan í skítaskálina og rífur símann upp aftur á u.þ.b. 7,4 sekúndubrotum. ANDSKOTINN. Ríf símann í sundur, gríp tiltækann hárblásara og byrja að þurrka helvítið af miklum móð, læt hann svo liggja á ofninum það sem eftir lifir nætur. Fer þungur á brún upp í rúm og á erfitt með að sofna út af þessum heimskupörum mínum. Sé fram á 20 þús kr útlát sem ég hef ekki efni á eins og er.

En viti menn, morguninn eftir prófar Tomminn að setja símann saman aftur og kveikja á honum þá er bara eins og ekkert hafi gerst. Ótrúlegt. En það er nú bara liðinn einn dagur síðan þetta gerðist og við eigum nú eftir að sjá þetta betur á næstu vikum. Reyndar eru einhverjir furðulegir blettir á skjánum en hú givs. Þetta hefði getað verið verra ehaggi???

Furðuleg tól þessir símar. T.d. á Jóhann Haukur síma sem lá ofan í vatni í nokkra klst en samt var hægt að þurrka hann og nota hmmmm, mjög dularfullt.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er barasta allt í lagi að henda símanum sínum ofan í klóakið.

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Tommi snillingur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s