Snörl

Snörl já, þannig hljómar maður ótt og títt þegar maður er veikur, veikur já. Helvítis ves. Búinn að hanga inni í 2 daga sjúgandi upp í nefið með dúndrandi hausverk og beinverki. Skjótandi þjóðverja í Call Of Duty leiknum í gríð og erg. Svona er það já.

Það er skiljanlega þungt yfir Grundarfirði þessa dagana, enda kannski ekkert skrítið. Það er alltaf erfitt þegar fólk kveður heiminn svona óvænt. Sérstaklega í svona litlu bæjarfélagi þar sem allir þekkja alla.

Hvað er maður búinn að vera að brasa síðurstu 2 daga??? Hmmm. Jú ég er búinn að vera í sama náttsloppnum samfleitt í 36 klst. Drekka 6 lítra af pepsi max, borða eina kjúklingasamloku frá KFC, 4 ofursamlokur ala Tommi, spila tölvuleiki í c.a. 12 klst, vafra um internetið í c.a 7.35 klst, sofa í c.a 15 klst, horfa á Champ League í 4 klst, bölva Liverpool í 0.04 klst, strjúki kviðinn á konunni í 3 klst, telja naflakusk í 0.07 klst, drekka eina drykkjarskyr og borða banana með því, 3 drykkjarjógúrt og 7 vítamínblöndur með sólhatt útí (jjjjaaakk).

Það er farið á saxast ískyggilega á mánaðarlaunin og ég á enn eftir að kaupa nokkrar jólagjafir :/ Vona að fjölskyldan sætti sig við jólagjafir úr Kolaportinu og Tiger. Er það ekki annars hugurinn sem gildir hehehehe.

Lög sem ég hef verið með á fóninum undanfarna daga:

Still Loving you – Scorpions
Word up – Korn
Fortune Faded – Red Hot Chilli Peppers
Holy Wars – Megadeth
South of heaven – Slayer
Still Waiting – Sum 41
So Far Away – Staind
Velcome Home (Sanitarium) – Limp Bizkit

Ásamt nokkrum öðrum. Úúúújjjeeee

þangað til næst……

One thought on “Snörl

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s