Jæja, maður er mættur og nefndur og ég veit ekki hvað og hvað.
Fínasta jólahelgi og svo áramótahelgi liðnar. Komið er árið 2005, árið sem Tomminn slær á 29 aldursár, árið sem Dabbi frændi verður 30 og árið sem Chel$ki kaupir titilinn. Árið sem FCFist verður utandeildarmeistari og árið sem þriðja geirvartan myndast á Tommanum. Árið sem Ninni bróðir setur meira gel í hárið á sér og árið sem Kibbi Jóns kaupir sér enn eitt mótorhjól (Harley Davidson) (það stefnir allt í það Kibbi minn). Árið sem Rúna fæðir barn og þar af leiðandi árið sem Tomminn verður Pabbi. Árið sem Steini Jobba kaupir sér heildverslun í Grundarfirði og árið sem Anna Jobba og Hrund kaupa upp restina af firðinum. Árið sem Soffi skrifar nýtt forrit sem stýrir klósettpappírsvélunum hjá papco og árið sem BigGoj fær stuð af straujbolta. Árið sem Hrotti barnar einusinni enn og árið sem Hemmi babymachine gerir það líka.
Eftirfarandi mun einnig gerast á árinu skv völuspá Tommans:
Grundarfjörður fær þá viðurkenningu sem hann á skilið og verður gerður að höfuðstað evrópu með tilheyrandi brú út í Melrakkaey og neðanjarðargöngum til Grænlands, réttara sagt Nuuk.
Dabbi Hlíðkvist verður gerður að heiðursdjammara á Sólon og fær tilheyrandi styttu af sjálfum sér fyrir utan.
Gæi Hadda reynir fyrir sér sem karl fyrirsæta hjá Eskimós en endar utaná bækling frá 66°norður að auglýsa vettlinga.
Járni G-strengur opnar pulsuvagn beint á móti Rúbí Tjúsdei en samkeppnin er bæld niður með járnhnefa Sössa sem hefur nýverið keypt 0.0004% hlut í Rúbí.
Halli Bumba breytir tapi í hagnað hjá Kápusölunni og fær að launum útekt þar.
Rutlan verður gerð að rannsóknar verkefni fyrir sjúkrahús Akraness.
Heisi slær persónulegt met með því að lyfta 22 hveiti sekkjum með annari á meðan hann borðar pylsu með tómat, sinnep og steiktum með hinni.
Tryggvi Hadda fer á hestbak og verður jafn hjólbeinóttur og Gæi.
Ragnar Smári lærir að drykkjukeppnir eru af hinu illa.
Rósie lærir með mikilli þrautsegju hvernig á að strauja skyrtur.
Viggi Runna kemst að því að hann stefnir í að verða aldraður piparsveinn og nær sér í eina rússneska á veraldarvefnum. Hún heitir Olga.
Maggi Jobba smíðar sér byltingarkennda uppvöskunarvél með innbyggðum eldara úr afgangs efninu frá húsinu hans, og skýrir hana mömmu aka draumur piparsveinsins.
Mamma fær fyrstu verðlaun hjá hinu Íslenska hundavinafélagi fyrir einstaka baráttu fyrir launakjörum varðhunda.
Sleggjan fær hugljómun þegar hún vaknar upp á sunnudegi við hliðina á rússneskum sjóara einhverstaðar á barentshafi eftir heiftarlega vodka drykkju.
Ísdrottningin skrifar sláandi frétt um dvergavændi sem viðgengst inni í Stykkishólmi og fær að launum friðarverðlaun Slúbberts.
Fanney Dóra byrjar með þátt á skjá einum sem kallast “Funheitt með Fanney” en verður að láta í minni pokann fyrir bingó bjössa og félögum og er tekin af dagskrá.
Jói Bling Bling stofnar rappsveit í slagtogi með LL Kúl Djei, Kalla Lú og Rúnna Júll, þeir kalla sig”da bling n’bling” en ná ekki tilheyrandi vinsældum nema í Færeyjum þar sem þeir halda 20 manna tónleika.
María Elísabet nær sér í rauðhærðann kærasta sem kallast Conner.
Lognið eldar súpu úti á sjó, líklegast verður það í kringum mai/júní
Jónas Skipstjóri borðar súpuna, og rekur svo Lognið.
Fleira merkilegt á eftir að gerast en eitthvað verður nú að koma ykkur á óvart, komm on ég má ekki segja ykkur allt.
þangað til næst…..
PAAHHAHAHAHHAHAAAA Tommi minn þú ert snillingur 😉 takk fyrir upplýsingarnar og gleðilegt ár – bið að heilsa í Fjörðinn 😉
Það var mikið að einhver kommentaði hérna. Hnuss.
Gleðilegt ár líka Anna mín og megirðu eiga gott ár.
hey meistari, helduru ekki ad stepan se buin ad finna einn raudhaerdan Connor, hann er reyndar hommi en hey… eg er allavega ad fikra mig i retta att.. aji eda tu veist.