Öskudagur

Það er það versta að vera að vinna í verslun á Öskudaginn. Það er ekkert verra. Nammisjúkir gríslingar sem koma inn með lakkrísslef lekandi úr munnvikunum með græðgisglampa í augum, til að hafa sig að fíflum með því að syngja einhverja rammfalska slagara fyrir 2 mola. Jesús minn, hafa þessir krakka andskotar ekkert þarfara að gera? Maður sá það í augunum á sumum sem þarna voru að þeim fannst þetta ekkert gaman. Leið hreinlega skömmustulega fyrir að syngja falskt en létu sig samt hafa það fyrir eina karmellu á mann. Hnuss.

En að öðru. Gústi Alex litli kútur á afmæli á morgun 11 febrúar.

Til hamingju með afmælið kallinn minn. Og keyrðu nú varlega drengur.

Þangað til næst…..

One thought on “Öskudagur

Leave a reply to Rúna gella Cancel reply