Það er ýmislegt búið að gerast hjá kallinum þessa dagana. Hæst ber að FC Fist tók þátt í innanhús móti á laugardaginn og Ingi vinnufélagi er að pumpa mann um að segja eitthvað um það. Það er nú ekki frá miklu að segja nema að FC Fist komu, sáu og voru saltaðir. Spiluðum 3 leiki, töpuðum 3 leikjum og markatalan var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, 3 mörk skoruð og 17 fengin á okkur og undirritaður náði sér í 1 gult spjald. Hmmmm en það fór sem fór og leiðin getur bara legið uppá við vonandi hrmpf.
Þá er maður búinn að koma því frá sér. Load of my chest.
Þangað til næst……
Bara að óska þér/ykkur hjartanlega til hamingju með árangurinn um helgina og segja þér að það var sannur unaður að horfa á þig/ykkur 😉
Do I sense sarcasm in there?