Föstudagurinn langi

Nú er föstudagurinn langi og ég er ekkert að botna í því hvers vegna hann er kallaður föstudagurinn langi. Nú er kl rúmlega tvö og mér finnst dagurinn búinn að vera einstaklega fljótur að líða. Föstudagurinn langi er eitthvað í sambandi við þegar Jesú litli frá Nazaret var krossfestu… eða eitthvað svoleiðis. Einum of langt síðan ég var í kristinfræði.

Steini Jobba er búinn að fara hamförum í nýju íbúðinni okkar Rúnu og er búinn að mála loftið og eina umferð á veggina. Nú er bara að bíða eftir því hvað Maggi Jobba vill gera við eldhúsið mitt. Væntanlega flytjum við inn fljótlega eftir páska. Ooooh það verður svo ljúft að þurfa ekki að flytja 2svar á ári. Að geta verið í sinni eigin íbúð og þurfa ekki að búa í pappakössum. Jebeibíje.

Við Rúna ætlum að fara að pilla okkur til Grundó og hanga þar yfir páskana. Éta eitthvað gott vonandi og slappa af. Steini klárar að mála á meðan. Ekki það að ég myndi ekki hjálpa honum en hann vill frekar gera þetta einn kallinn. Enda hefur maður nú ekki mikið vit á málningarvinnu og væntanlega myndi maður sletta slatta af málningu á parketið hrmpf.

Jæja, þetta fer að verða gott af röfli í bili. Þarf að fara að skjótast með hjólið hans Ninna í skúrinn til Vigga. Adios.

Þangað til næst…..

3 thoughts on “Föstudagurinn langi

  1. skírdagur= síðasta kvöldmáltíðin
    Föstudagurinn langi=krossfestur
    laugardagur=lítið að gerast
    páskadagur=reis upp frá dauðum (því hann fékk páskaegg segja einhverjir)
    annar í páskum=allir á meltunni

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s