Páskasunnudagur

Nú er páskadagur og um að gera fyrir alla sem eiga vettling að borða eins mikið af páskaeggjum eins og þeir geta í sig látið.

Við Rúna erum bara stödd í Grundarfirði í sveitasælunni. Hér er mikið chill í gangi enda höfum við það mjög fínt. Veisla á hverjum degi.

Helvítis Frakkar. Ekki hægt að treysta á að þeir geti unnið skítalið Sviss fyrir fimmaur. Ég var semsagt að tippa í gær, tippaði á 6 leiki og svo í gærkveldi þegar ég var að athuga með árangurinn voru 5 leikir af 6 búnir. England hafði unnið N.Íra sannfærandi 4-0 þar sem ég hafði tippað á að þeir ynnu með 2 mörkum eða fleiri. Króatía burstaði Ísland þar sem að Tommi hafði tippað á að þeir ynnu með 2 eða fleiri. Þýskaland vann Slóveníu á útivelli. Argentína vann Bólivíu á útilvelli og Ítalir unnu skota með meira en einu marki. Þá var bara helvítis Frakkaleikurinn eftir og hann var enn í gangi þegar undirritaður athugaði stöðuna og lítið eftir af honum. Staðan var fokking 0-0 og þannig endaði helvítis leikurinn. Ef að Frakkar hefðu drullast til að vinna leikinn á heimavelli eins og allir ætluðust til af þeim væri London vísareikningurinn minn 20.000 kr lægri. En í staðinn er hann 2000 kr hærri. Hnuss. Heimsku Frakkar. Heimski Henry og Heimski Viera og allir þessir frönsku pappakassar sem geta bara átt sig og sinn hroka. Fávitar.

En nú ætla ég að njóta þess að borða páskaeggið mitt nr 5 sem elsku tengdó keypti handa mér og athuga hvort að það lagi ekki pirringinn minn.

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Páskasunnudagur

  1. Og það er mér sönn ánægja að tilkynna alheimnum það að þetta páskaegg lagaði ekki pirringinn heldur gerði bara illt verra eins og oft vill verða með óþekk börn og súkkulaði!!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s