Monday bloody monday

Mánudagur… úúúff. Veit ekki. Við í Vatnsberunum vorum að spila æfingaleik í gær við FC Fame sem er liðið hans Inga sem ég er að vinna með. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum þennan leik öllum að óvörum 2-1. Gæi Hadda setti eitt kvikindi og Hrannar átti góðann leik á miðjunni. Flestir í okkar liði áttu góðann dag og sérstaklega miðverðirnir okkar tveir, þeir Steini Jobba og Jón Frímann þannig að þetta var kúl. Það má svo geta þess að Ingi er ekki sáttur í dag, hann er búinn að vera með miklar afsakanir um að menn hafi ekki verið að spila í sínum stöðum og svoleiðis en ég læt það sem vind um eyru þjóta hehehe. Þetta væri ekki svona svalt ef að Ingi hefði ekki verið með svona miklar yfirlýsingar fyrir leikinn um yfirburði FC Fame.

En nóg um það. Rúna mín er sæt þó hún líti út eins og kúla. Mig hlakkar svo til þegar hún hættir að vera eins og kúla og litli erfinginn kemur í heiminn. Íbúðin fer að verða komin í þokkalegt stand en okkur vantar ennþá þvottavél og þurrkara en Maggi Jobba er að vinna í því. Pabbi og Sigrún lánuðu okkur stofuborð og svo stálum við sjónvarpsskápnum hennar Sylvíu þannig að nú þarf sjónvarpið okkar ekki að standa ofan á stól. Hell Je.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s