Critters

Æ em bonghúlíjó

Hvað er títt? Vorið er loksins komið með stæl. Styttist í sumarið. Sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn. Veit ekkert hvað maður á að bulla.

Ég gæti svo sem sagt ykkur frá hinum gríðarlegu tilþrifum sem fótboltaliðið mitt sýndi í síðasta leik en miðað við undirtektirnar í commentunum hér fyrir neðan þá væri það nú til lítils.

Ég gæti líka sagt ykkur frá því að ég var að festa upp ljós í barnaherberginu í gærkvöldi og ég gjörsamlega missti mig úr pirring yfir þessu djöfuls drasli, enda enginn iðnaðarmaður í mér. En það tókst nú samt á endanum. Svo komu þeir Jón Frímann og Blobbi og hjálpuðu mér með restina. Sem betur fer, annars væri ég á hæli núna.

Hún Rúna mín var hjá lækni í dag og þar frétti hún nú bara að hún væri á síðustu metrunum í þessari meðgöngu sinni. Kannski þarf hún að eiga fyrir tímann því líkaminn hennar þolir ekki þetta álag sem þessi bölvaði blóðtappi olli.

En þetta er orðið gott í bili held ég.

Þangað til næst…..

One thought on “Critters

  1. Greinlega komið vor enginn má vera að því að commenta hérna lengur. Gleðilegt sumar Tommi og Rúna og takk fyrir skemmtilegt blogg í vetur!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s