Sólbruni

Ég og Rúna fórum vestur um helgina, fórum aðeins á pallinn hjá Pabba og Sigrúnu og að sjálfsögðu tókst mér að sólbrenna í andlitinu og á höndunum. Er núna eins og karfi með skitu. Rúna brann líka á bringunni greyið. Annars er hún núna gengin 39 vikur og einn dag þannig að þetta fer allt að koma. Við fórum í hjartalínurit á föstudaginn og í dag og hjartslátturinn hjá litla krílinu er fullkomlega eðlilegur sem betur fer. Bumbubúinn er alltaf að sparka og hamast á fullu, nóg að gera.

Svo í dag komum við suður. Ég kom á hjólinu en Rúna kom með Gilla og Alexander litla, eftir hjartalínuritið fórum við Jón Frímann og Steini á fótboltaleik, Valur – Grindavík þar sem fallkandídatarnir í Grindavík stóðu undir nafni og töpuðu 3-1 og Gummi Ben setti eitt. Hann var einusinni hetja.

Ég hef ákveðið að skrifa ekkert þangað til að ég er orðinn pabbi, það ætti nú samt að vera fljótlega þannig að þið þurfið ekkert að örvænta, þið dyggu lesendur…. allir þrír.

Tommi út

Þangað til næst…..

7 thoughts on “Sólbruni

  1. aðeins fleiri en þrír já. allavegana ef ég telst sem tveir.. hittumst bara vonandi á fæðingaganginum..
    Solla og bumbubúinn 😉

  2. Ég bíð spenntur eftir næsta bloggi og myndum af littlum krumpuðum Man Utd. aðdáenda.

    Vill svo óska ykkur góðs gengis með fæðinguna og vona að þú fallir ekki í yfirlið!

    kv. Lognið

  3. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

  4. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s