Dagur tvö

Já, Arsenal vann United í FA bikarnum mjög óverðskuldað, en okkur feðgunum var alveg sama og höldum ótrauðir áfram að halda upp á þetta merkilega lið.

Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Á fimmtudagskvöldið rétt eftir að Selma datt út úr Júróvisjón þá fer Rúna að finna reglulegar hríðir og við byrjum að taka tímann á þessu, þá var þetta með 5-8 mínútna millibili og stóðu yfir í 30 sek í hvert skipti. Við hringjum niður á fæðingadeild og boðum komu okkar þangað.
Þegar þangað var komið fór Rúna í skoðun og var þá komin með 3 í útvíkkun. Þá var ekkert aftur snúið og þetta var mikið líkamlegt púl fyrir Rúnu en andlegt fyrir mig. Svo loksins kl 10:30 morguninn eftir fæddist þessi fallegi drengur og vó 3700 gr og var 53cm. Hann var semsagt rétt tæpar 15 merkur við fæðingu. Tæpum klukkutíma eftir fæðinguna tók hann sig til og fékk sér að drekka hjá mömmu sinni. Voðalega duglegur. Svo núna er c.a. milljón myndum seinna og nokkrum klst er hann orðinn eins og hálfs dags gamall og mjög sprækur. Reyndar gerir hann lítið annað en að sofa, drekka, kúka og pissa og það er mjög gott. Hann orgar ekki mikið en hjúkkan sagði að það kæmi nú á morgun eða hinn þegar hann fer að vera svangur í alvörunni (gúlp) en þá ætti hann að fara að orga svolítið hressilega.

Þetta er alveg ótrúlegt og við Rúna erum bæði alveg rosalega hamingjusöm með þennan litla gleðigjafa. Svo viljum við þakka fyrir allar kveðjurnar frá ykkur. Takk fyrir okkur

Pabbakveðja

Þangað til næst……

17 thoughts on “Dagur tvö

 1. nohhh bara allveg eins og pabbi sinn sofa ,borða ,kúka og pissa nei nei bara smá grín til hamingju enn ig aftur ,,gaman að fylgjast með ykkur sæta fjölsk

 2. Sæll Tommi minn!
  Innilega til hamingju með þennan fallega strák!
  Kær kveðja
  Margrét Gauja

 3. Kærlega til hamingju með piltinn!
  Alveg þræl myndarlegur.
  Samt á mörkunum að maður hringji og kæri ykkur fyrir að troða greyjinu í Man. Utd. treyju 😉
  Sjáumst á morgun!

 4. Jiii til lukku með litla fallega prinsinn ykkar. Hann er mega flottur. Knús Gréa ÍR skvís

 5. Innilegar hamingju óskir með þennan myndarlega dreng. Hann tekur sig mjög vel út í Man. Utd. treyjunni.
  Það er greynilegt á myndasafninu þínu að þú og þínir eruð stolt af drengnum.
  Hvenær á svo að mæta með guttann til Grundó og bruna með barnavagninn um götur bæjarins??

 6. Til hamingju með frumburðinn Rúna og Tommi. Gaman að skoða myndirnar, sætur strákur!

 7. Usssussuss ég er með tárin í augunum yfir þessum gullfalega dreng hann er algert æði…
  Innilega til hamingju með hann…
  Þúsund kossar Álfheiður og co

 8. Innilega til hamingju með litla prinsinn. Hann tekur sig vel út í gallanum. Það sorglega við það Tommi minn er að ég er nýbúin að rífa United veggfóður að heilu herbergi…það var ekki að gera góða hluti á mínu heimili 🙂

 9. Hææææ! Og til hamingju með fallega drenginn ykkar! 🙂 Mætti nú fara í fallegri búning *hóst* en hann er væntanlega fallegur í öllu snáðinn tararna! Mínar bestu kveðjur til Rúnu duglegu, hún er kjarnakona þessi elska! Knús.. Fannsa

 10. frábært hvað þið eruð dugleg að skella myndum af krúttinu á netið, hann er nú barasta ekkert eðlilega fallegur litli kúturinn! kv. Valla

 11. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

 12. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s