Sjitt

Við feðgarnir vorum skildir eftir einir heima í annað sinn á hans stuttu ævi. Það er nú svo sem ekki frásögum færandi nema það að hún Rúna þurfti að fara til læknis í eitthvað tékk og við urðum einir eftir. Ég og litli kútur, eins og áður hefur komið fram. Þetta var allt í rólegheitunum, hann var bara sofandi og ég við hliðina á honum að skoða internetið. Þannig gekk það í c.a. klst þangað til litli prinsinn fer eitthvað að rumska og ergja sig. Big Daddy ákveður þá að kíkja með hann að skiptiborðinu og ath hvort að það séu einhverjar framkvæmdir í bleiunni. Það var nú ekki mikið. Smá bremsufar og svo var hann pissu blautur. Big Daddy fannst það nú ekki mikið tiltöku mál og byrjar á því að vippa krílinu úr fötunum og svo bleiunni. Tekur svo blautann svamp og ætlar að taka sig til við að þrífa guttann. Þá sér Big Daddy einhvern roða í kinnum guttans og svo kemur þessi svaka sprenging og haldiði bara ekki að krílið hafi kúkað yfir pabba sinn. Það var þá þakklætið. Ekki vissi ég að svona lítið barn gæti gert stykki sín upp á maga….. magann á mér. Uuuuussss, maður þurfti bæði að skipta um bol og buxur. það var bara slembings lukka að ég þurfti ekki að skipta um sokka líka. Á meðan lá hann á skiptiborðinu og hjalaði voða sætt og var hinn rólegasti. Sem betur fer fyrir mig kom Rúna heim á meðan þessu stóð og gat reddað mér. Svona er líf okkar í hnotskurn þessa dagana.

Þangað til næst….

8 thoughts on “Sjitt

  1. Þú hlýtur nú að hafa fest þessa óborganlegu stund á filmu, ég trúi ekki öðru. En enn og aftur til hamingju með þennan súpersæta pilt.

  2. Getur verið að hann hafi verið að borga fyrir það að hafa verið troðið í einhverja helvítis Unitedtreyju.

  3. Hehehehe… þetta byrjar vel! ÉG skil hann svosem alveg að hafa smellt þessu á þig, United gaurinn 😉 Kveðja til Rúnu…

  4. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

  5. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s