Sunnudagskvöld

Það er nóg að gera þegar maður er í fæðingarorlofi. Nú ætla ég að leyfa ykkur að kíkja inn í týpiskan dag hjá mér.

02:38. Er vakinn frekar hranalega. Bregst illur við en læt mig hafa það að skipta á litla englinum mínum.

05:42. Vakinn aftur, aftur er búið að gera stórt í bleiuna og pabbi tekur sig til við að verka þetta. Þegar ég er nýbúinn að taka bleiuna er pissað yfir sig og út á gólf. Pabbi þarf líka að verka það hálf syfjulegur.

09:33. Rumska við nettan barnagrát. Litli er vaknaður enn einusinni og nú svangur. Ég stend upp og færi Rúnu prinsinn svo hún geti nú gefið honum að drekka.

11:52. Nú er að koma hádegi. Best að skrattast á lappir og reyna að gera eitthvað. Tek mig til og hendi í vél og byrja svo á uppvaskinu sem ég nennti ekki að gera í gærkvöldi.

12:07. Kíki á fréttir á netinu. Sé að Man Utd er að spá í hinum og þessum pappakassanum en Inter að fara að undirbúa sig í trilljónasta jafnteflið í sínum síðasta deildarleik á tímabilinu. Kíki á Vatnsberasíðuna og sé misjafnlega gáfuleg comment frá misjafnlega gáfulegum mönnum.

12:58. Tek einn hring á St.Andrews í PS2 tölvunni í Tiger Woods leiknum. Litli orðinn svangur enn einu sinni, Rúna gefur honum og ég fer svo með hann inná bað og skipti á honum.

13:30. Tek úr vélinni og hendi í þurrkarann. Átta mig á að ég er að þvo sumar flíkurnar aftur síðan í gær. Hmmm undarlegt. Bý um rúmið undir vökulu auga konunnar sem vill hafa þetta 140% hornrétt við stöðu sólar eða eitthvað svoleiðis.

14:11. Kíki aftur á netið til að sjá að það eru engar nýjar fréttir komnar síðan áðan. I got way to much time on my hands. Kíki á litla pjakk þar sem hann sefur í vöggunni sinni.

15:05. Skrepp aðeins út í búð, sjitt hvað það er gott að komast aðeins út. Rölti fram hjá hjólinu mínu sem er búið að standa óhreyft í eina viku. Damn thats lame.

15:12. Reyni að vera snöggur í búðinni. Kippi með pakka af bleium og svampþurrkum. Djöfull eru þessar bleiur dýrar. Hvernig fór fólk að þessu í gamla daga???

16:32. Kem heim og fæ augnaráð frá konunni yfir að vera svona lengi.

17:04. Ekkert í sjónvarpinu. Kveiki á Tiger.

18:30. Kíki á fréttirnar. Mjamm ekkert merkilegt þar.

19:05. Ath hvað er í sjónvarpinu um kvöldið. Mjamm ekkert merkilegt þar heldur. Horfi á búningatösku Vatnsberanna sem er búin að liggja á sama stað við útidyrahurðina síðan í síðustu viku. Fer að velta fyrir mér næsta leik.

20:42. Enn og aftur þarf að skipta á pjakknum. Hvernig er hægt að kúka svona oft, maður spyr sig.

21:31. Hoppa í snögga sturtu, aaahh þetta var hressandi. Stíg ofan í taubleiu með kúk…. djöfull &%#*# Ands(#”=) Helv(“#”)… aftur í sturtu til þess eins að þvo hælinn

22:38. Keyri lilla inn í herbergi til Rúnu sem er löngu sofnuð. Lilli þarf jú að fá að drekka þessi elska.

23:09. Bursta tennurnar og skríð upp í rúm. Við tekur erfið nótt með tilheyrandi bleiuskiptingum og barnagráti.

Góða nótt.

Svo viljum við Rúna óska Sollu og Stebba innilega til hamingju með litla prinsinn þeirra sem fæddist 28 maí

Þangað til næst…..

3 thoughts on “Sunnudagskvöld

  1. Ef að þessi stundaskrá er rétt þá þykir mér þú gríðarlega duglegur pabbi, *hrós* – áfram á sömu braut 🙂

  2. ha ha ha… ég get ekki sagt annað en ég hafi orgað úr hlátri yfir þessu öllu saman, en svo fölnaði ég smátt og smátt þegar ég fattaði að þetta byrjar hjá mér á morgun þegar Sollan og Pjakkurinn koma heim… :o/

  3. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s