Letibloggari

Já, það má eiginlega segja að maður sé orðinn hálfgerður… tjah ef ekki bara heilgerður letibloggari. En svona er þetta. Það er nóg að gera hjá manni við að skipta á kúkableium þessa dagana. Lífið hjá okkur í Blöndubakkanum gengur bara mjög vel og er allt í gúddí. Ég er búinn að vera duglegur við að henda inn myndum af guttanum og verð örugglega skammaður hressilega þegar hann Soffi minn kemur til baka frá USA. Ætli ég sé ekki bráðum að verða búinn að fylla rótina.

Annars mega þeir sem eru alveg forfallnir aðdáendur Tommans kíkja á Vatnsbera síðuna ef þeir vilja lesa eitthvað eftir mig en ég er mun duglegri að láta gamminn geysa þar.

Ég byrjaði að vinna aftur í morgun og var það frekar skrítið. EJS búðin er í andlitslyftingu og það er nóg að gera. Samt var nú einhver deyfð yfir manni þarna niðurfrá og erfitt að komast í vinnugírinn aftur. Ingi verður bara að píska mig áfram ef hann vill fá einhverja vinnu út úr kallinum hehehe.

Iron Maiden tónleikarnir voru þrusu flottir alveg en ná nú samt ekki að toppa Metallica í fyrra. Gömlu kempurnar voru í þvílíku formi að það hálfa hefði verið nóg. Dickinson hlaupandi út um allt sviðið í þvílíkum gír og Harris með West Ham svitaböndin örugglega ennþá í alsælu eftir að hamrarnir tryggðu sig upp í úrvalsdeildina aftur. UP THE IRONS.

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s