Kominn heim

Jæja þá er maður mættur aftur fyrir framan skjáinn eftir viku útlegð lengst inní óbyggðum norðurlands. Ég, Rúna og Kristján Freyr vorum nefninlega í sumarbústað innst inní Bárðardal. Það var voðalega notalegt en ekkert símasamband og að sjálfsögðu engin tölva. Myndir af þessu öllusaman koma þegar Rúna mín kemur til byggða en hún ætlar að vera eitthvað lengur þarna í sveitinni.

Ég var að renna í hlað á Blöndubakkanum nú rétt fyrir fjögur á sunnudagsmorgni. Ætlaði nefninlega að vera sniðugur og keyra um nóttina til að fá frið fyrir löggunni. Gáfaður Tommi eða hittó…. Ég var nefninlega ekki búinn að keyra nema í svona 25 mínútur þegar ég er tekinn af löggunni. Mældur á 109 km/h. Hefði getað verið verra en fyrsta sekt sumarsins staðreynd.
Svo eru snillingarnir í vegagerðinni búnir að leggja nýtt slitlag á hinum ýmsu stöðum en eru greinilega ekkert að spá í að setja stikur eða mála línur á veginn. Frekar óþægilegt þegar maður er að keyra í myrkri, tala nú ekki um þegar það er rigning líka og gáfaður mótorhjólamaður er með dökkt gler líka… hnusss. En maður komst nú samt heill á húfi heim eftir þessa ferð þó mér sé frekar kallt ennþá og eistun á mér eru ennþá uppí nafla. Þetta hlýtur að lagast.

Þangað til næst….

6 thoughts on “Kominn heim

  1. Fór sjálf norður á þriðjudaginn var og tilbaka í myrkri og get alveg verið sammála þér! Holtavörðuheiðin fyrir ofan Brú er hræðileg þar er ekkert bara svart…frekar krípí á tímabili en gott að þú sért komin til byggða heill og höldnu.

  2. Það tekur því varla að stoppa Tomma á 109.
    Trúi því reyndar að Soffi geti brotið umferðalögin á vespunni, alla vega innan bæjar 😉

  3. Edmonton dominated the Carolina Hurricanes on Saturday night and the 4-0 margin in Game 6 makes it hard to imagine the Oilers not hoisting hockey’s Holy Grail above their heads in less than 48 hours. And it would not come as any shock to see defenseman Chris Pronger, who had another 31-minute night, take the honors for the Conn Smythe Trophy as the playoff MVP.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s