Allakazam

Svona líka rosalegi mánudagurinn í dag. Veit ekki. Maður er nú svona hálf tussulegur í vinnunni. Lokahóf Vatnsberana fór friðsamlega fram síðastliðinn föstudag þar sem Frímann og Ibsen dreyfðu verðlaunum eins og ég veit ekki hvað.
Svo var ég að vinna á laugardaginn á meðann Valur varð bikarmeistari og Man Ure tapaði fyrsta leiknum á tímabilinu hnuss. En ég má til með að segja ykkur eitt.

Hann Jón Frímann Eiríksson sem titlar sig sem stórvin minn gerðist svo ósvífinn að koma færandi hendi með fokking Liverpool galla handa guttanum. Þetta kalla ég ósvífni og hræsni(Hvernig ætli Jón myndi taka því ef einhver færði honum KR galla???). Hann ber það fyrir sig að hann sé að gefa honum þetta og þetta komi mér ekkert við. En við vitum báðir að hann gerði þetta bara til að pirra mig. Kristjáni Frey er sko alveg skítsama hvort hann sé í Man Utd galla, Rósóttum kjól eða plastpoka, bara svo lengi sem að það pirrar hann ekki, enda er hann óviti ennþá.
En svona til að leggja línurnar.. og þeir viti þetta sem einhverntímann hyggjast gefa barninu einhvern Liverpool, Arsenal, AC Milan eða Chelsea varning af einhverri sort, að þá gaf ég Liverpool gallann sem að Jón kom með. Ég var mikið að spá í að henda honum eða brenna hann en þar sem að ég vissi nú að einhverstaðar er einhver sem gæti haft gaman af því að fá svona þá gaf ég Stebba og Sollu gallann fyrir Jón Auðunn.
Þeir taki þetta til sín sem eiga en mest myndi ég trúa Særúnu, Steina Jobba og Jóni Frímanni til að reyna að spilla syni mínum með einhverjum svona ósóma. Gleymið því bara því allt svona crap endar í ruslinu eða inná einhverju öðru heimili þar sem að einhver vill hafa svona rusl og hananú.

Þangað til næst…..

8 thoughts on “Allakazam

  1. Maður verður nú bara að draga mörkin og leggja línurnar. Það kemst enginn upp með neitt helvítis crap kjaftæði úúúúújjjjeeee

  2. Það sem að manni sárnar mest er það að maður setur hug sinn og pening í svona fallega gjöf, sem er svo bara gefinn öðrum einstaklingi sem að maður þekkir ekki neitt… Og þegar að Kristján Freyr kemst til vits og ára og kemst að því að pabbi hans er búinn að ala hann upp í villu og svíma, fótboltalega séð. Þá mun verða e-h upplitið á honum þegar að ég segi honum þessa sögu og gef honum nýjan liverpool búning. Að Tómas skuli geta tekið sér þvílíkt alræðis vald yfir því hvað barninu hans er gefið er ofar mínum skilningi, hefur móðirinn ekkert um þetta að segja?? Það mun eitthvað heyrast í Rúnu þegar að Tómas mætir með rauðar gallabuxur og Obituary bol á strákinn, bara af því að honum finnst það svo flott….

  3. Maður verður bara að setja skírar línur strax í byrjun Jón minn. En Englandsbúningurinn sem þú komst með er mjög fallegur og vel þeginn.

  4. Já og ég gleymdi að taka það fra að Kristján fékk líka enska búninginn og Tommi ertu ekki að gleyma því að ég gaf þér og Rúnu líka búning.. Þannig að mér finnst að l´pool búningurinn hefði alveg mátt vera í skápnum.

  5. Sko ég er búin að sætta gífurlegri andlegri líkamsárás gagnvart mínu liði chelsea en ég segi aldrei neitt á móti þér því þú átt svo fallegt barn. En mér finnst heldur ljót af Jón fr. að gefa þér svona búning, en við þekkjum allir Jón og vitum hvernig kvikindið er. Get alveg ýmindað mér harðasta man. utd. mann allra tíma fá þennan búning og ætlast til að setja hann á litla nífædda soninn. HEHEHE ekki ínn í myndinni félagi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s