Föstudagur

Spurning með smá slúður í tilefni dagsins???

Heyrst hefur…..

að Sófus hinn stóri hafi ákveðið að söðla um og fjárfesta forláta flugvél af gerðinni Rúskí Karamba HJELP757 og hefja farþegaflug milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur.


Soffi er hérna gríðarlega montinn inní farþegaríminu

að Svavar Á hafi drullað svo hrottalega um borð í Hringnum að Kotarinn hafi þurft að fara í reykköfunargræjur til að míga.


Kotarinn er hér á leið á kamarinn

að Kotarinn hafi nú bara tekið þessu létt


Kotarinn í gírnum

að Oddur Hrannar sé farinn að meika það sem trúbador í miðbænum um helgar.


Oddur sem tekur sér listamannsnafnið “Búbbi Skorstein” á sér dyggan aðdáendahóp

að Kotarinn sé þrælvirkur í höstlinu


Hérna er kotarinn kominn með einn ungann í bólið

að Svavar Áslaugs sé hættur að drekka 2faldann vogga í kók og sé farinn að sötra sætari kjellingadrykki eins og hann orðaði það


Svabbi er hérna með einn cosmopolitan sveittur á kantinum

að Viggi el Loco sé farinn að íhuga það vandlega að kaupa sér nýjar falskar tennur


Eins og sést hérna þá er Viggi ekki svipur hjá sjón án gömlu tannana

að Steini Jobba og Júlli Jobba ætli að sækja um einkaleyfi á Jobba nafninu


Jobbi sjálfur er ekki par sáttur með þetta

að Tommi litli hafi brugðið sér í göngutúr í Breiðholtinu og rammvillst


Hjálparsveit skáta á Borðeyri rambaði fram á drenginn 3 dögum síðar

að Ragnar Smári ofurpervert hafi höstlað all svakalega í sumar


Tryggvi Hadda horfir hérna öfundaraugum á félaga sinn

að Ninnus og Gústus séu ansi nánir bræður


þeir eru búnir að stofna samtökin 84 (stendur fyrir kynvillt systkin)

að Evu Sleggju þyki ansi gott að lúra útí garði á þynnkudögum


Eva er hérna að þamba einn einfaldan útí pepsi til að koma sér í gírinn aftur

að Ninni, sem nú stundar nám í Laxdælu, sé mikið að spúglera hvort Guðrún Ósvífursdóttir hafi verið að höstla Gísla Súrsson eða Gísla á Uppsölum í sögunn frægu


Ninni var svo djúpt hugsi að um tíma var óttast um heilsu hans

að Rúna Jobba sé gengin til liðs við mótorhjólagengi Grundarfjarðar í fjarveru Magga Jobba sem bræddi úr hjólinu sínu


Rúna er hérna á nýja tryllitækinu sínu

að Ninni hafi fyrr á árum setið fyrir á nektarmyndum


Ninni neitar öllum ásökunum en Tommi hefur að sjálfsögðu haldbærar sannanir fyrir þessu ofurskúbbi

að þetta sé orðið nokkuð gott í bili.

Þangað til næst…..

6 thoughts on “Föstudagur

  1. æji Tommi minn – ég alveg hreint elska að komast í skúbbið hjá þér 😉 gaman að þessu 😀 – bið að heilsa konu og barni… síja… ACB

  2. VEI VEI VEI – til hamingju með að vera kominn í gírinn aftur. Bara snilld að lesa föstudagsslúðrið.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s