Litli pjakkurinn minn er veikur, með smá hita og alltaf með stíflað nef, ekki mjög gaman þar sem hann sefur ekkert mjög mikið á nóttunni. En svona er þetta. Nú komumst við ekki með hann í ungbarnasundið eins og við vorum búin að plana, það verður bara að bíða betri tíma.
Ég er búinn að vinna mér inn 2 leikjavélar í vinnunni undanfarna 2 mánuði. Í gær fékk ég eitt stk X-Box með 16 leikjum og einhverjum aukahlutum og á mánudaginn fæ ég eitt stk PSP með aukahlutum… Hell Je.
Annars verður það bara rólegheitahelgi hérna í Blöndubakkanum.
Þangað til næst…..
Vonandi jafnar kútur sig sem fyrst ,hafið það sem allra bezt