Lítill drengur

Óðum steðjar að sá dagur,
afmælið þitt kemur senn.
Lítill drengur, ljós og fagur
lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrðir
við áhyggjunar laus sem nú
en allt fer hér á eina veginn:
Í átt til foldar mjakast þú.

Ég vildi geta verið hjá þér
veslings barnið mitt.
Umlukt þig með örmum mínum.
Unir hver með sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum, þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu
átt þú mér í hjarta stað.

Man ég munað slíkan,
er morgun rann með daglegt stress,
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess
að koma í holu hlýja,
höfgum pabba sínum hjá.
Kúra sig í kotið hálsa,
kærleiksorðið þurfti fá.

Já góðir hálsar, afmælið mitt er á næsta leiti. Verið vakandi fyrir nýjum tilkynningum.

Þangað til næst…..

One thought on “Lítill drengur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s