Monday bloody monday

Eins og sagði í textanum… eða þannig.

Konan er að fara frá mér enn einu sinni. Aftur verð ég einn í kofanum. Einhver óskast til að elda fyrir mig og taka til á meðan hún er í burtu gegn vægu gjaldi eða góðvild. Annars er það bara 1944 fyrir kjellinn og þar sem að maður borðar bara 1 tegund af því að þá nenni ég ekki að gúffa í mig kjötbollum í brúnni í 2 vikur.

Bíllinn var rafmagnsslaus í morgun sem má rekja til gríðarlegs klaufaskaps og klúðurs því einhver ónefndur aðili lokaði farþegahurðinni ekki almennilega á laugardaginn. Því logaði ljósið í bílnum alla helgina þar sem að hann var ekkert notaður í gær. Maður varð svona frekar pirraður á því í morgun. Ég vona bara að ónefndi aðilinn hafi ekki fengið mikinn hiksta.

En endilega verið dugleg að svara umsóknum mínum um tiltekt og eldamennsku í commentakerfið.

Þangað til næst……

5 thoughts on “Monday bloody monday

  1. Djö er að heyra þetta! Þú verður að láta mig heyra ef hungurverkirnir fara að bera þig ofurliði, þá skal ég moka afgöngum í poka og rölta yfir til þín á inniskónum. Spurning um að taka ryksuguna með í hinni en gleymdu því að ég nenni að ryksuga fyrir þig, ég skal vera í tölvunni á meðan

  2. æj æj Tommi minn – vildi að ég gæti hjálpað – það er bara þetta skammdegisþunglindi mar – úff – maður kemur bara ekki nokkrum hlut í verk :-/ …gangi þér vel í kvenmannsleysinu…

  3. Hef nóg að gera að skúra eftir mig kallinn…
    þið kannski komið samt í partý á laugardaginn ha?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s