Herra Stjörnutorg

Jæja gott fólk. Nú eru jólin að nálgast og ferðum mínum í Kringluna fer að fjölga. Nú er ég búinn að fara tvisvar á mjög svo stuttum tíma og hef borðað á Stjörnutorginu og ég er alveg gjörsamlega ráðþrota eftir þessar máltíðir. Ástæðan er einföld…. Herra Stjörnutorg er horfinn. Hvað varð um Herra Stjörnutorg??? Vinalega brosandi andlitið sem allir þekkja.
Nú eruði kannski að spyrja ykkur hver þessi herra Stjörnutorg sé. Jú Herra Stjörnutorg er maður sem allir þeir sem nokkurntíma hafa snætt máltíð í Kringlunni kannast við. Herra Stjörnutorg er latínó gæi sem gekk brosandi um Stjörnutorgið og þurrkaði mæjónesið af borðunum ykkar með bros á vör í mörg ár. Alveg síðan ég man eftir mér hreinlega. Sögurnar segja að Kringlan hafi verið byggð yfir Herra Stjörnutorg og því hafi hann alltaf verið þarna. En ég trúi því nú ekki svo glatt. Hann var örugglega þarna þegar Kvikk var og hét. Þá gekk hann undir nafninu herra Kvikk. Það brást ekki að þegar maður kom í Kringluna að þá sá maður Herra Stjörnutorg að störfum. Alltaf í hvert einasta skipti.

En nú er hann herra Stjörnutorg horfinn á braut. Allavena hef ég ekki séð hann í dágóðan tíma. Og þá vakna spurningarnar. Hver er hann? Hvar er hann? Hvert fór hann? Ætli hann sé að þurka af borðum í Smáralind? Jafnvel í mjóddinni? Það eru allavena stál heppin borð sem fá þess heiðurs aðnjótandi að láta Herra Stjörnutorg þurka af sér.

Kringlan er ekki söm án hans.

Tribute til Herra Stjörnutorgs.

Þangað til næst…..

6 thoughts on “Herra Stjörnutorg

  1. Ég veit hver hann er! Gaurinn var alltaf í inniskóm og engum sokkum!
    Núna er bara ein gömul kona og kínverskur strákur með gleraugu.
    Heimur versnandi fer

Leave a reply to Atlinn Cancel reply