Bújaka

Hæ. Nú líður að lokum þessa árs. Ég mun stikla á stóru yfir það sem hefur farið fram á þessu ári hjá okkur. Á morgun kemur svo spáin fyrir 2006 en þið getið smellt —HÉR— og scrollað alveg niður eða farið í “gamalt sjitt” hérna fyrir neðan og flett upp hversu sannspár kallinn var fyrir 2005.

Árið 2005 í hnotskurn:

Janúar:

Tommi stendur í ströngu við að reyna að redda miðum og hótelgistingu fyrir ferð sem hann og spúsan höfðu planað. Lífið gengur sinn vanagang. Spúsan ólétt. Kalt úti og Tomminn prumpast til og frá vinnu á micru hræi sem er oftast með frosnar hurðar á morgnana.

Febrúar:

Man Jú byrjar á að rústa Arsenal á Highbury 4-2, einkar ánægjulegt.
Rúna fær blóðtappa í löppina og kemst ekki með til útlanda. Dabbi frændi hleypur undir bagga og fer með Tomma litla til Englands. Rúna þarf í aðgerð út af þessu. Frekar spúkí. Tommi kaupir íbúð.

Mars:

Þessi mánuður hefst í London þar sem við Dabbi ráfum um með hor í nös í brunagaddi. Við Rúna mín fáum nýja íbúð og tökum til hendinni í henni, Fullt af fólki hjálpast að við að græja kofann.

Apríl:

Flytjum inn í íbúðina. Borga morðfjár fyrir að gera við mótorhjólið en það var þess virði því gripurinn svínvirkar eftir þetta. Mótorgjóla fiðringurinn kominn í mann.

Maí:

Það þarf nú ekkert að taka það fram að stærsti viðburður ársins í mínu lífi gerðist í maí en þá fæddist hann Kristján Freyr eingetinn sonur minn, nei hann var nú ekki alveg eingetinn, mamma hans tók nú stóran þátt í þessu ferli.

Júní:

Tomminn skorar mark í utandeildinni í 13-4 sigri á móti Nato… Lifi Vatnsberarnir, eina mark Tommans allt það sumar. Fór á Iron Maiden tónleika, hjólaði norður með strákunum og fór á Duran Duran hell je.

Júlí:

Var megnið af tímanum í fæðingarorlfi, Fór með Jóni, Ellen og Rúnu gullhringinn þ.e. Gullfoss og Geysir sem ég hafði aldrei séð áður. Rúna þarf aftur í aðgerð að láta laga æðarnar sínar.

Ágúst:

Stórt blað er brotið í sögu Tommans, Kallinn byrjar ágúst mánuð á að fjárfesta í bleikri skyrtu, eitthvað sem hafði ekki farið mikinn í litavali Tommans hingað til. Kristján Freyr var skírður í Grundarfjarðarkirkju. Fórum í bústað í eina viku í Bárðardal, fjarri öllu interneti, símum og þessháttar veseni. Tomminn var tekinn af löggunni við Akureyri á leiðinni heim úr bústaðnum, fyrsta sekt sumarsins.

September:

Lífið gekk nú bara sinn vanagang í September, ekkert þannig markvert sem gerðist. Jú reyndar var óþolandi böggandi sölumaður frá Allíanz að reyna að pranga einhverju uppá mann.

Október:

Kallinn sópar að sér verðlaunum í október. Tek eina PSP tölvu fyrir að selja vírusvarnir og svo eina X-Box vél fyrir að selja office pakka.
Kristján litli fer í ungbarnasund og skemmtir sér vel. Einhver dópistaræfill gerir allt vitlaust í blokkinni hjá okkur.

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar yfirleitt á því að kallinn verður árinu eldri og árið í ár var engin undantekning á því.
Rúna sætasta splæsir í bassakvikindi handa kallinum. Svo toppar hún allt með því að skilja mig aleinan eftir í Reykjavík.
Það fer fram alþjóðleg rannsókn á dularfullu hvarfi hr Stjörnutorgs.
Önnur hljómsveitaræfing Kvaðratrótar fer fram í yfirgefinni skemmu.

Desember:

Man Ure dettur út úr Champ líg Tomma til mikillar armæðu. Jólin koma með tilheyrandi stressi og vitleysu.

Svona var árið í hnotskurn. Stay tuned fyrir spá Tommans yfir árið 2006.

Þangað til næst…..

One thought on “Bújaka

  1. ég held að tommi vilji ekki fara aftur á old trafford fyrr en að þeir fara að geta eitthvað aftur. ég held að við séum að tala um ferminguna hjá Stjána Stuð hehe

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s