Áramótaspá Tommans

Jæja fólk, hérna kemur hin árlega áramótaspá Tommans fyrir árið 2006.

Árið 2006 já, Árið sem Tomminn hleypur á þriðja tuginn, Kristján Freyr dettur á 1 árið og Rúna verður hálf þrítug.
Fleira markvert á nú eftir að gerast og kemur það hérna ekki í neinni sérstakri röð….


Hljómsveitin Kvaðratrót gefur út sína fyrstu plötu sem óvænt slær öll met í sölu í Namibíu, því verður fylgt eftir með túr um Antartíku.


Rúna Jobba skrifar undir samning um að vaska upp og fara alltaf með ruslið út á sínu heimili ellegar að sæta harðri refsingu af hálfu sambýlismanni sínum. Refsingin fæli í sér fiður, tjöru og stórt prik.


Tommi Jobba verður ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn útbrunnum celebs, ákæran verður síðar felld niður vegna ófullnægjandi sönnunargagna.


Vatnsberarnir eiga eftir að koma öllum á óvart og vinna utandeildina sumarið 2006. Þeim verður í kjölfarið boðið að spila æfingarleik við Swindon sem þeir vinna sannfærandi 4-0


Ninni Dittu verður kjörinn bæjarstjóri á Akureyri þegar hann kemur með frumvarp um að löggilda sjálftæmandi ruslatunnur sem hann hannaði sjálfur.


Viggi Runna verður svo svekktur með að vera á minnsta mótorhjólinu í mótorhjólagenginu að hann ákveður að söðla um og fjárfesta í stærra 750cc hjóli, en verður svo ennþá svekktari þegar hann fattar að hann er ennþá á minnsta mótorhjólinu. Kemur bara næst Viggi minn.


Arnar Pétursson verður himinlifandi þegar hann fer í læknisskoðun og sér að hann hefur stækkað um 2 cm og kemst yfir mörkin um að vera löggiltur dvergur, hann fer svo í mál við heilsugæslu Reyðarfjarðar þegar upp kemst að mælingarstöngin var ólögleg og búin til úr gúmmíteygju.


Steini Jobba ákveður að söðla um og opna verslun með hjálpartæki ástarlífsins fyrir hesta. Kennir svo staðsetningu búllunnar um þegar hann húrrar með reksturinn á hausinn. En þess má geta að búllan hefði getað verið betur staðsett heldur en við hliðina á Litlu Kaffistofunni.


Soffi súri setur nýtt heimsmet þegar honum tekst að sofa í 126 klst samfleytt án þess að pissa.


Ellen E fjárfestir í fataverksmiðju sem sjálfkrafa sendir henni einn bol á dag. Ellen kemur út í plús eftir þetta ævintýri þar sem hún þarf ekki að kaupa sér boli lengur.

Fleira markvert sem gerist er að Baugur group fer á hausinn þegar að Jón Ásgeir gerist svo djarfur að kaupa stærstu sokkaverksmiðju í Úganda á trilljón gasilljón milljónir.

Grundarfjörður verður gerður að menningarbæ heimsins þar sem að stytta af Gísla göngutúr verður reist fyrir utan esso sjoppuna.

Kaffi 59 hefur tilraunastarfsemi með jarðarberjakaffi sem fer illa í kaffiþyrsta Grundfirðinga og endar með allsherjar uppþoti þannig að víkingasveit snæfellness verður kölluð út til að hafa hemil á mannskapnum. 3 verða handteknir og 5 manns slasast lítillega.

Vonandi hafið þið það gott yfir áramótin og gangið hægt um gleðinnar dyr

Þangað til næst….

3 thoughts on “Áramótaspá Tommans

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s