Enn einn mánudagurinn mættur til mín. Maður er nú hálf tussulegur í vinnunni, órakaður úldinn og haugmyglaður.
Skellti mér á Classic Rock bar á laugardagskvöldið. Þar voru styrktartónleikar Vals Höskuldssonar og Gústi Alex litli bró var að spila. Þetta var helvíti fínt hjá þeim og skemmtilega rólega nett og þægileg stemming á staðnum. Ég stoppaði nú samt frekar stutt. Sá Kung Fú vera með flott prógram og svo voru Gústi og félagar með svolítið rokkaðra sett og svo var einhver stórfurðuleg þjóðlagahljómsveit sem hét Gögl, frekar spes allt saman. Svo eftir þetta skutlaði ég bara sjálfum mér heim í rólegheitin.
Ég bara trúi ekki öðru en að ég fái að raka mig á miðvikudaginn þegar Man Utd spilar aftur við utandeildarlið Burton á Heimavelli. Ef að það klikkar eitthvað þá ét ég man utd húfuna mína og hana nú.
Þangað til næst…..
gaman að sjá þig á lau. þó ég hafi nú ekkert spjallað við þig – sammála með tónleikana – voru alveg snilld 😉