Dagurinn í gær já. Hann byrjaði í einhverju chilli, horfði á Chelski – Charlton með öðru auganu. Svo þegar líða tók á daginn fór hnúturinn í maganum á mér að versna. Man Utd – Liverpool var handan við hornið. Þetta lagðist einhvernveginn voðalega illa í mig. Var ekkert sérstaklega bjartsýnn á gott gengi minna manna á móti þessum bévítans púllurum sem voru búnir að vera á miklu skriði undanfarið. Svo þegar líður að leik skrepp ég yfir til Dabba til að góna á þessi ósköp. Sé staðfest byrjunarlið og vonleysið fyllir tilveru mína. Richardson, Giggs, O’Shit og Fleskið á miðjunni. Hvað eiga þeir að hafa í Alonso, Gerrard og Sissoko??? Er það von að maður spyrji sig með þessa pappakassa O’Shit og Fletcher í byrjunarliðinu… Enda kom það á daginn. United átti eitt skot á markið í fyrri hálfleik og það kom eftir 45 mínútna leik. Fergie virðist hafa rifið hausinn út úr rassgatinu á sér í hálfleiknum og tekið O’Shit út af og setti Saha inná í staðinn. Rooney fór á miðjuna og skánaði leikur United mikið í seinni hálfleik. Liverpool voru betri aðilinn framan af og voru óheppnir þegar Cissý brenndi af úr DAUÐAFÆRI rétt eftir að Rio hafði varið á línu frá Kjúvel. Hjartað tók aukaslag þarna og stoppaði svo í 7 sekúndur. Eftir þetta klúður hjá Cissý bökkuðu LFC aðeins og freistuðu að halda 0-0 en þeir hefðu betur sleppt því. United gekk á lagið og byrjaði að sækja meira, uppskáru meira að seigja sína fyrstu hornspyrnu þarna seint í leiknum. Svo þegar 90 mínútan rann upp þá fær nýi negrinn hann Evra aukaspyrnu við vítateigshornið. Giggs stillir sér upp og sendir boltann á hausinn á Rio Ferdinand sem stangar tuðruna í netið.
Allt trylltist, ég og Dabbi stukkum uppúr sófanum og stigum trylltan stríðsdans á stofugólfinu. Yeeeeeeeeeessssssssssss, hreinn unaður. Yndislegt alveg hreint.
Oh sweeeeeeeeeet
Þangað til næst……
Voru ekki til fleiri myndir?