Spinning

Kallinn skellti sér í spinning á þriðjudagsmorguninn. Átti svona 6 daga prufu hjá Hreyfingu og ákvað að skella mér með Dabba frænda og prófa þetta helvíti. Reif mig á lappir kl 05:50, þjösnast hálf ringlaður og klæði mig í föt, út í bíl og bruna niður í Hreyfingu. Þar bíður Dabbi og við skellum okkur í þetta. Undarleg lífsreynsla svo ekki verið meira sagt. Band brjálaður spinning kennari sem lætur mann þyngja og þyngja helvítis hjólið í gríð og erg. Ég stóð sjálfan mig oft að því að snúa í hina áttina enda ekki í besta forminu. Þetta var ótrúlega miklu erfiðara en ég átti von á.
Núna er ég með strengi í vöðvum sem að ég vissi ekki að væru til.
En ég mæti samt galvaskur í spinning í fyrramálið… je beibí je.

Þangað til næst…..

One thought on “Spinning

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s