Slúður

Jæja, í tilefni af þessum vota föstudegi hef ég ákveðið að koma með nokkrar krassandi staðreyndir sem ég hef frétt á undanförnum vikum.

Heyrst hefur…

að Soffi hafi á dögunum ákveðið að taka þátt í Mr Muscle keppninni margfrægu.


Árangurinn lét ekki á sér standa og lenti kallinn í 54 sæti af 55 keppendum

að Ungfrú kópasker hafi verið svipt titlinum fyrir að hafa tekið þátt í ólöglegri rjómatertuátskeppni þar sem hún sigraði með yfirburðum


Ungfrú Kópasker á meðan allt lék í lyndi

að Sylvía Nótt, Sylvía Nótt og Sylvía Nótt hafi skellt sér á djammið í miðbæ Grundarfjarðar og málað bæinn rauðan


Eini sem var ánægður með framtakið var Óli Guðmunds sem hafði haft það á stefnuskránni að mála húsið sitt rautt, aðrir voru minna sáttir

að Heisi og Shrek séu orðnir meira en bara vinir


Heisi segir að Shrek kyssi miklu betur en Oddný

að Söngkvartettinn Súpa hafi tekið sig til og frumflutt æðisgenginn 2 sekúndna gjörning við mikinn hrylling viðstaddra.


Sem betur fer voru aðeins 3 að hlusta á Ásgeir og félaga

að Dagný Magga Jobba hafi þótt það gríðarlega flott að vera með laufblað á hausnum.


Laufblaðið vakti gríðarlega lukku hjá félögunum í karateklúbbnum sparkí haus ching sjeiiiiiin

að Ásgeir Ásgeirsson hafi hannað þennan fallega hatt og sett hann í sölu á vefverslun EJS.


Ásgeir náði að selja heila 5 hatta fyrir hádegi en það voru yfirmenn Búnaðarsviðs sem voru hinir lukkulegu kaupendur

að okkar ástkæra Þórhildur sé búin að fá nóg af fréttabissnessnum og hyggi á glymrandi frama sem Celine Dion eftirherma.


Eins og sést hérna hafa staðið yfir þrotlausar æfingar fyrir giggið

að Eva Sleggja sé orðin dauðleið á að láta klípa í afturendann á sér


Hérna er Sleggjan að ausa úr skálum reiði sinnar yfir einhverjum perranum sem á síns einskis ills von

að Jesper, Kasper og Jónatan hafi skellt sér á Ólíver um daginn og verið hent út aftur eftir 6 mínútur


Eins og sést hérna er vel hægt að skilja gremju dyravarðanna sem hentu þeim út

að ónefndur þuklari sé kominn á stjá og sé iðulega að hrella ungar stúlkur á öldurhúsum bæjarins.


Vesalings stúlkan er enn að jafna sig eftir þessa lífsreynslu

að Þuklarinn leiti jafnt á stúlkur sem stráka


Myndirnar tala sínu máli

að Viggi Runn sé alveg sjóðandi heitur þessa dagana.


Viggi skellti sér í dansskóla köru og er hér í trylltri rúmbu að hætti hússins

Þangað til næst….

6 thoughts on “Slúður

  1. Vota föstudegi???? Það er nú logn, sól og 12 stiga hiti hérna norður í rassgati alheimsins… en gott slúður væni 🙂

  2. Það finnst greinilega engum þú vera fyndinn lengur elskan mín… Your mojow er greinilega gone… Nema Ninni en ég er viss um að þetta sé annað hvort pity love hjá honum … eða jafnvel enn súrara… að þú hafir bara gert það sjálfur he he

  3. NEI!!!!!! Ekki hætta með það!!! Ég skoða alltaf síðuna þína þó ég nenni ekkert að gefa komment 😉 og pottþétt FUUUUULLT af öðru liði!!!!

  4. Múhahah… algjör snilld!!!

    Ekki hætta með slúðrið… Ég kíki reglulega hingað inn og nenni nú ekki alltaf að kommenta 😉 sorrý

  5. vá ég er svo glöð að ég er ennþá með í slúðrinu þó ég hafi ekki hitt þig síðan í stríðinu!
    Takk maður, þú átt líka þinn stað í hjarta mínu (sem annars er úr steini)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s