Um þetta leyti á morgun verð ég rétt við það að lenda í Palma sem er á Mallorca. Við Rúna verðum þar í 2 vikur í afslöppun og álíka sukki. Þetta verður eflaust frekar ljúft en við komum aftur þann 31 maí.
Kristján Freyr er komin til Grundarfjarðar þar sem hann verður hjá ömmum sínum og öfum í góðu yfirlæti, enda er stjanað við hann úr öllum áttum. Það er ekki laust við að maður sé farinn að sakna hans strax, ég veit ekki hvernig við verðum eftir 2 vikur… uuuussss. En þá hefur maður allavena eitthvað til að hlakka til þegar maður kemur aftur á klakann.
Sætastur
Efast um að maður nenni að finna tölvu með nettengingu á Mallorca en hver veit, aldrei að vita nema að maður láti heyra í sér á meðan við erum úti en ekki gera of miklar væntingar 😉
Þangað til næst….. (hvenær sem það nú verður.)
Skemmtið ykkur vel,en ég skil ekki hvað er betra að liggja í sólinni hér eða úti þetta er jú sama sólin! Kristján verður örugglega dekkri en þið þegar þið komið til baka!
Hehe, er öfund í fólki?? Skemmtið ykkur vel elskurna, við Maggi tökum bara litla kút að okkur 😉 ekki vera of viss um að fá hann aftur hehe.
Thetta er magnad helvíti. hiti úffffff