Besta rokklag allra tíma???

Ingi spurði mig í vinnunni í dag einnar spurningar sem lét mig algjörlega standa á gati. Spurningin kom algjörlega uppúr þurru og ég var gjörsamlega óviðbúinn svona stórri spurningu. Þar sannaðis máltækið “þegar stórt er spurt er lítið um svör”. Samtalið var á þessa leið…

Ingi: “Tommi, hvað er besta rokklag allra tíma?”
Tommi: “eeeeeeeeeehhhh???”

Svo að þetta lét mig hugsa… Hvað er besta rokklag allra tíma??? Þetta er skiljanlega smekksatriði hvers og eins en hjá mér koma nokkur til greina.
-Orion með Metallica, instrumental slagari sem er algjör snilld.
-Rime of the ancient mariner með Iron Maiden, epískt meistarastk sem er 13 mínútur að lengd… geðveikt lag.
-Alexander the great með Iron Maiden, svaðalegur slagari, einnig epískt meistaraverk.
-Bohemian Rhapsody með Queen, það vita nú allir hvaða lag þetta er. Snilldar lag.
-One Second með Paradise Lost, geðveikt flott lag punktur.

Þetta er það sem mér datt í hug. Nú vil ég fá feedback um hvað ykkur finnst.

Komið með “Besta rokklag allra tíma” í commentin.

Þangað til næst….

5 thoughts on “Besta rokklag allra tíma???

  1. November rain með Guns and Roses! Alla vega með þeim bestu og það sem kemur fyrst upp í hugan ásamt Bohemian Rhapsody 🙂 Og já shiiiittt, hvað þú átt fyndna bræður ha!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s