Ég er nú staddur í íbúðinni hjá Ninna og Dagmar í góðu yfirlæti. Á Akureyri er þessi hefðbundna verslunarmannahelgarstemming. Við tókum rölt niður í bæ í gær… réttara sagt tívolíið, Úff, maður var nú ekki beint stemmdur í svona vitleysu. Kl var rétt rúmlega tíu og blindfullir krakkar út um allt. Stemmingin hjá mér var svona eins og ég væri á foreldravaktinni. Enda vorum við í rólegheitum bara. Fórum fljótlega heim að horfa á DVD.
Reyndar sit ég hérna núna og er búinn að opna fyrsta bjórinn. Planið er að taka eitthvað létt skrall. Ég og Viggi, aka Blundi aka Fuji aka Prinsinn aka Rúnkarinn erum í chillinu. Kristján Freyr er í góðum gír og segir öllum að hætta og nei í öðru hverju orði.
Planið er að virkja Bjöggmæsterinn í einhverja smá bjórdrykkju en síðast þegar fréttist var hann eitthvað daufur í dálkinn.
Og eitt enn. Mamma mín, hún Herdís Gróa Tómasdóttir á afmæli í dag og vil ég óska kellu innilega til hamingju með árin **
En eníhú, Rúna er komin með pizzuna og ég ætla að éta.
Þangað til næst….
hvað er að koma fyrir ofurbloggarann hann Tomma?