Giacinto Facchetti

Fyrir ykkur sem hugsið núna… ohh enn einn fótboltapistillinn… Hættið bara að lesa núna, þetta meira svona fyrir sjálfan mig takk.

Mikil Inter hetja sem kvaddi heiminn í dag aðeins 64 ára að aldri.
Giacinto Facchetti spilaði yfir 700 leiki fyrir Inter á 18 ára atvinnumannaferli. Hann spilaði allan sinn feril fyrir Inter og var fyrirliði lengst af.

Facchetti spilaði 94 landsleiki fyrir Ítalíu og var fyrirliði í 70 þeirra. Hann vann Evrópubikarinn með Ítalíu 1968 og var fyrirliði Ítalíu í úrslitaleik HM 1970 sem að Brasilía vann.
Facchetti vann ítalska meistaratitlinn 4 sinnum í gullaldarliði Inter ásamt því að vinna 2 Evrópubikara, 2 UEFA bikara og Ítalska bikarinn.
Giacinto Facchetti var eini fyrrverandi leikmaður Inter sem hefur gegnt stöðu forseta félagsins en þeirri stöðu gegndi hann síðan 2004. Hann lést í dag eftir baráttu við erfið veikindi.

Blessuð sé minning hans…

Giacinto Facchetti f. 18 júlí 1942 d. 4 sept 2006Þangað til næst…..

One thought on “Giacinto Facchetti

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s