Áramótaspá 2007

Árið 2007 mun verða viðburðarríkt svo ekki verði nú meira sagt…

Mjög líklegt verður að Rúna Jobba muni tuða verulega yfir uppvasksleysi Tomma á komandi ári.

Kristján Freyr mun halda áfram að stækka og stækka svo góðu hófi gegni.

Vatnsberarnir munu lyfta utandeildardollunni þetta árið eftir æsispennandi úrslitaleik við Hjörleif.

Íslenskar kótilettur munu ná ráðandi heimsmarkaðsverði á komandi ári og verður rifist um þær á heimsvísu.

Laufabrauð með hnetusmjöri á eftir að verða vinsælasti skyndibitinn í ár og hnetusmjörslaufabrauðastandar munu rísa upp eins og gorkúlur á hverju horni.

Jón Frímann mun setja íslandsmet í lélegu fiskeríi þegar hann fer út með hringinn og kemur heim með 1 stígvél og 2 úldnar ýsur eftir 3 vikna túr.

Chelsea fer á hausinn og allar stjörnurnar þeirra enda hjá Huddersfield, nema Shevchenko sem fer til ÍA.

Tóti túmba verður nýtt óskabarn þjóðarinnar eftir að Sveppi og Auddi kúka upp á bak.

Maggi Jobba setur nýtt hraðamet á milli Grundarfjarðar og Borgarnes þegar hann þýtur á Micrunni á rétt rúmum 2 klst.

Viggi Runna fer í fegrunar aðgerð til að reyna að lítast æskuhetjunni sinni… Michael Jackson.

Slúbbur munu verða nýtt hugtak yfir kvenmannsbrjóst og tröllríða íslensku samfélagi.

Kristið samfélag mun verða felmtri slegið þegar ungur vísindamaður að nafni Halli Hólm mun koma með sláandi niðurstöður eftir áralanga rannsókn á því sem hann telur að séu líkklæði krists… Seinna kemur í ljós að þetta var bara útbrundað lak í hans eigu.

Soffi og Hrefna munu ganga í það heilaga og tilkynna það síðar að þau eigi von á fjórburum. Soffi fer síðar í mál við smokkaframleiðandann Dúrex og heimtar að fá smokkapakkann endurgreiddann.

Mikill stormur mun geysa einhverntímann á árinu og vafalítið gera allt vitlaust. Siggi Stormur fjárfestir í Nokia stígvélum.

Jet Black Joe koma með comeback nr 18 í lásí tilraun til að meika það.

Í svörtum fötum mun koma með comeback nr 1 í febrúar, aðeins 5 dögum eftir að þeir hætta.

Framlag íslendinga í Júróvisjón þetta árið mun samanstanda af Birgittu Haukdal og Selmu klædda í skrímslabúning að spila fyrr var oft í koti kátt á slagverk… Þetta mun ekki falla í kramið og 16 sætið í undankeppninni staðreynd.

Grundarfjörður verður heitasti sumarleyfisstaðurinn í augum Írana þetta árið og munu rigningarþyrstir íranir flykkjast hingað í hrönnum.

Ninni Dittu kemur til með að fjárfesta í forláta gúmmístígvéli sem hann sólar síðan í gúmmívinnslunni og skýrir svo þúsundmílnastígvélið með það að leiðarljósi að hefja fjöldaframleiðslu. Þetta fer ekki sem skildi og Ninni verður bara að selja pylsur á horninu.

Þetta verður 2007 í hnotskurn.

Þangað til næst…..

7 thoughts on “Áramótaspá 2007

  1. Ég hélt að ég hefði sagt þér í trúnaði að Michael Jackson væri æskuhetjan mín hehehehe þú ert svo steiktur 🙂

  2. hahahaha… ég veit ekki með þetta þúsundmílnastígvél, en ég er búinn að taka afsteypu af félaganum sem fer í framleiðslu innan skamms og í kjölfarið munu afsteypur af Ron Jeremy og John Holmes falla verulega í sölu.

  3. Ég finn á mér að þessi spá eigi eftir að kolfalla á öllum vígstöðum… nema kannski með Soffa.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s