Náttbuxur

Um síðustu jól fékk ég forláta náttbuxur frá Ellen og Jónasi. Síðan þá hef ég varla farið úr þeim… nema svona rétt þegar mauðr skreppur í vinnuna.

Þetta er ekkert smá þægilegt system.

Í vikunni komumst við BigGoj loksins í bíó. Skelltum okkur á 300 og ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Þvílíkt svöl mynd, maður verður bara að horfa á hana með því hugarfari að þetta er gert eftir teiknimyndasögu en ekki mannkynssögu.
Reyndar var maður ógeðslega fyndinn í bíóinu…

Tommi: Ég ætla að fá einn miða á þrjúhundruð.
Afgreiðslustelpa: Það eru níuhundruð…
Tommi: Ha?? Er hann ekki á þrjúhundruð???

Um leið og ég sleppti orðinu þá áttaði ég mig á því að hún var líklega að heyra þetta í þrjúþúsundasta skiptið en ég gat ekki að þessu gert. Þetta kom bara ósjálfrátt, eins og líklega hjá flestum sem kaupa miða á þessa mynd. BigGoj kom strax á eftir og var næstum því búinn að sleppa þessum óborganlega brandara út fyrir sínar varir en sem betur fer sleppti hann því. Okkur hefði líklega verið hent út ef hann hefði sagt þetta líka… hehehe.

Ég var nokkuð duglegur í vikunni. Á sunnudaginn kepptum við í Vatnsberunum leik, á mánudaginn fór ég í spinning í hádeginu og svo á fótboltaæfingu um kvöldið. Á þriðjudaginn var pása. Á miðvikudaginn fór ég í spinning í hádeginu og svo útihlaup og bolta um kvöldið. Á morgun er svo fótboltaleikur og svo annar leikur á sunnudaginn. Spinning og æfing á mánudaginn osfr. Heví prógramm á kallinum enda stefnan á að geta amk spilað 20 mínútur á Grundarfjarðarvelli þann 11 maí næstkomandi. Þá mætast Grundarfjörður og Höfrungur frá Þingeyri í Visabikar KSÍ. Grundarfjarðarliðið verður að öllu leyti skipað leikmönnum Vatnsbera og þetta verður væntanlega hörku leikur.

En best að fara að sinna litla grísnum mínum en við erum bara 2 einir heima núna enda Rúna á kvöldvakt þessa dagana.

Þangað til næst….

4 thoughts on “Náttbuxur

  1. Já leikurinn er 11.maí,ég held að elliborgarar séu með spinning í íþróttarhúsinu í GRF. þann 10.maí: Gísli Gaungutúr var að boða forföll þannig að það er laust pláss fyrir þig þar. Tommi farðu að lyfta lóðum eins og alvöru Grantari. En vantar ykkur center???????? er laus.

  2. Ég nota sama system og þú. Rétt renni mér úr náttbuxunum þegar ég fer út úr húsi en ekki alltaf. Rölti stundum út í sjoppu á náttbuxunum mínum. Þegar fólk glápir á mig hugsa ég bara. “Þetta er öfundarsvipur. Hver vill ekki eiga köflóttar buxur?”
    Svo er þetta orðin tískuflík í grunnskólum! Allar aðalgellurnar ganga nú um í náttbuxum!

  3. ef þig vantar fleiri svona buxur þá mætiru nottla bara til mín þegar ég er að vinna. Algjörar gæðabuxur sem ég sel í Joe Boxer 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s