Það er nú búið að vera meiri hasarinn hérna í Blöndubakkanum… Löggubílar á hverju kvöldi og svaka hasar. En það er komið núna, leigjandinn farinn og allt fallið í ljúfa löð væntanlega.
Var að henda inn slatta af myndum á myndasíðuna, misgóðar að sjálfsögðu.
Rúna er að missa sig út af nýju Nintendo Wii tölvunni minni. Hún er að fýla þetta í ræmur, enda er þetta ógeðslega skemmtilegt.
Sjitt hvað það verður ljúft að komast í smá páskafrí. Stefnan er tekin vestur á fimmtudaginn. Við Dabbi frændi þurfum að skreppa með bunka af félagaskiptablöðum fyrir hana Eygló að kvitta á. Þetta er fyrir leikinn mikla í Visa bikarnum þann 11 maí næstkomandi. Þá fyllist Grundarfjarðarvöllur af kaffihúsaliði úr Reykjavík eins og Gæi nokkur Hadda orðaði það svo pent. Þetta kemur í ljós alltsaman og málið bara að hafa gaman að þessu.
Við í Vatnsberunum vorum að fjárfesta í nýju búningasetti fyrir tímabilið og munum vígja það sett 11 maí á Grundarfjarðarvelli ef allt fer eins og það á að fara. Þ.e. ef Grundarfjarðarvöllur verður klár í þetta. Það er ekkert víst að mönnum eins og Jón Frímann og Steina Jobba verði hleypt inná völlinn enda erum við að tala um hálft tonn hvað þá varðar. Spurning hvort okkur hinum fjaðurvigtarmönnunum verði gert að klára dæmið… hehehe.
Nýji og geðveikt svali búningurinn okkar
Hérna kemur svo svalasta lag í heimi enda Dave Grohl með svalari mönnum EVER:
Þangað til næst….
þetta lag er auðvitað ekkert nema snilld
Geggjuð mynd í alla staði !!