Rúna mín var að keppa í dag á drottningamóti ÍR. ÍRingarnir voru með 2 lið í keppni og var Rúna mín í liði 1 ásamt nokkrum öflugum drottningum. En nóg um það… Svo fór að Rúna var valin Drottning mótsins, enda gerði hún lítið annað en að skora mörk í öllum regnbogans litum. Hún kom heim með forláta kórónu til að sanna mál sitt. Af gefnu tilefni þá hlýt ég að sjálfsögðu að titlast ÍR kóngur ekki satt. Ég er nú búinn að deila bóli með kellu hátt í tíu ár núna og annað væri bara rugl.
Tommi kóngur kveður að sinni
Þangað til næst….
Til hamingju Guðrún Jóna 🙂
Vá! Til hamingju Rúna mín !!!
shitt Tommi ekki sjens að þu fáir þennan titil fyrr en þú giftist henni… múhahahah hefur enga sönnun fyrir að þú sért búin að skrattast á henni í 10 ár HA…. (hahahaha)
En Rúna til hamningju
Til hamingju Rúna mín, það er þá von fyrir Kristján að einhverjir knattspyrnuhæfileikar séu í genum hans, ekki koma þau frá pabbanum 😀 Mæli sterklega með því að lesendur og vinir Tomma kíki á heimasíðu mína…